Föstudagur 28.08.2015 - 12:18 - Rita ummæli

Staða heimila og húsnæðiskostnaður

Í Félagsvísum 2014 má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem tengjast lífskjörum þjóðarinnar.  Þar má meðal annars finna upplýsingar um stöðu heimila á húsnæðismarkaðnum og húsnæðiskostnað frá 2004 til 2013.

Árið 2013 voru 10,7% heimila í félagslegu leiguhúsnæði, 14,2%  voru í leiguhúsnæði á almennum markaði og 2,2% sem voru í leiguhúsnæði en greiddu ekki fyrir það eða samtals 27,1% heimila á húsnæðismarkaðnum.

Rúm 17% heimila bjuggu í eigin húsnæði og skulduðu engin húsnæðislán,  55,3% voru í eigin húsnæði með húsnæðislán eða 72,9% heimila.

Hlutfallslega voru fleiri sem voru á almenna leigumarkaðnum með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað eða 17,9% þeirra heimila, en til samanburðar voru 7% heimila sem áttu eigið húsnæði með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað.

Hlutfallsleg skipting heimila e. stöðu á húsnæðis-markaði 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Leiguhúsnæði, endurgjaldslaust 1,9 1,3 0,9 2,0 1,8 2,1 1,9 3,2 2,9 2,2
Leiguhúsnæði, úrræði 8,7 8,1 7,7 7,8 8,3 8,9 9,0 11,7 10,2 10,7
Leiguhúsnæði á almennum markaði 9,4 8,3 9,2 7,6 8,9 10,2 13,8 13,2 15,2 14,2
Samtals í leiguhúsnæði 20 17,7 17,8 17,4 19 21,2 24,7 28,1 28,3 27,1
                     
Eigin húsnæði, skuldlaust 21,3 20,6 20,9 17,4 16,8 17,4 16 17,5 17,4 17,6
Eigin húsnæði, með húsnæðislán 58,8 61,8 61,3 65,2 64,2 61,4 59,3 54,4 54,3 55,3
Samtals eigið húsnæði 80,1 82,4 82,2 82,6 81 78,8 75,3 71,9 71,7 72,9
 
% með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað 10,3 12,5 14,3 10,5 11,4 9,5 9,6 10,1 9,0 8,8
% með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað e. stöðu á húsnæðismarkaði
Eigendur, skuldlaust 6,4 7,2 7,6 6,8 5,0 4,4 3,8 5,1 4,0 7,0
Eigendur með húsnæðislán 11,3 14,1 17,2 11,8 12,6 9,9 10,1 8,8 7,7 6,8
Leigjendur sem greiða markaðsverð 12,2 16,0 13,2 9,4 17,3 15,7 16,5 21,9 18,1 17,9
Leigjendur með niðurgreidda leigu 9,0 5,6 3,6 6,3 5,1 9,0 6,7 13,6 14,0 14,4

 

Nánari upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum:

Yfirlýsing stjórnvalda um húsnæðismál frá 28. maí sl. í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði

Tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála

Vefsvæði verkefnisstjórnar og samvinnuhóps um húsnæðismál

Tillögur teymis um virkan leigumarkað sem hluti af samvinnuhópi um húsnæðismál

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur