Fyrir nokkru skrifaði ég um tilraunir nágrannalanda okkar til að byggja hagkvæmari og minni íbúðir fyrir námsmenn. Hér á landi hef ég svo fylgst með af aðdáun baráttu stjórnenda Félagsstofnunar stúdenta fyrir að bjóða námsmönnum upp á fleiri íbúðir sem næst skólanum sínum á viðráðanlegu verði. Húsnæðiskostnaður er stór hluti af útgjöldum námsmanna. Grunnframfærsla námsmanna […]
IKEA er mikil uppáhaldsverslun mín. Hvert sem litið er á heimili mínu má sjá þá aðdáun endurspeglast í heimilismunum frá IKEA: Hvíti Ecktorp sófinn sem við slökum á í fyrir framan sjónvarpið, Ingólfarnir sem raða sér eins og litlir hermenn í kringum eldhúsborðið (já, sem er líka frá IKEA), diskarnir sem við borðum á og […]
Fyrir hrun var víðar fasteignabóla en á Íslandi. Í Danmörku náði húsnæðisverð einnig hæstu hæðum og venjulegt fólk átti í erfiðleikum með að eignast heimili, hvort sem um var að ræða kaup á húsnæði, búseturétti eða að finna leiguíbúðir á ásættanlegu verði. Til að bregðast við þessu var farið af stað með verkefni um að […]
Ég vil nota tækifærið og segja ykkur aðeins frá því sem hefur gerst í vikunni. Forsætisráðherra skipaði ráðherranefnd á þriðjudaginn um málefni flóttamanna og innflytjenda. Ásamt honum eiga fast sæti í nefndinni fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, innanríkisráðherra og ég, auk þess að menntamálaráðherra mun koma inn vegna fræðslu- og skólamála og heilbrigðisráðherra vegna heilbrigðisþjónustu. Aðrar ráðherra munu […]