Mánudagur 10.10.2016 - 06:55 - 3 ummæli

Bættur hagur lífeyrisþega

Hér eru nokkur dæmi um áhrif þeirra breytinga sem lagðar eru til um almannatryggingar í þágu lífeyrisþega:

Dæmi 1 af 3 um áhrif nýrra laga um almannatryggingar á eldri borgara:

Einstaklingur með 50.000 í lífeyristekjur og 50.000 í aðrar tekjur.

Almannatryggingar nú: 166.680 kr, samtals 266.680 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2017: 237.325 kr, samtals 337.325 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2018: 257.325 kr, samtals 357.325 kr.

Dæmi 2 af 3 um áhrif nýrra laga um almannatryggingar á eldri borgara:

Einstaklingur með 150.000 í lífeyristekjur.

Almannatryggingar nú: 141.855 kr, samtals 291.855 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2017: 208.875 kr, samtals 358.875 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2018: 228.875 kr, samtals 378.875 kr.

Dæmi 3 af 3 um áhrif nýrra laga um almannatryggingar á eldri borgara:

Einstaklingur sem eingöngu fær ellilífeyri frá almannatryggingum .

Almannatryggingar nú: 246.902 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2017: 280.000 kr.
Alm.tr. 1. janúar 2018: 300.000 kr.

Þessar tölur eru fyrir skatta. Á næstunni verður sett upp reiknivél hjá TR þar sem allir geta reiknað út hvernig breytingarnar koma út fyrir þá.

Allt þetta kjörtímabil höfum við barist fyrir lægri skuldum og hærri launum.

Þess vegna ályktuðu við á 33. flokksþingi framsóknarmanna: „Framsóknarflokkurinn styður baráttu láglaunafólks fyrir bættum kjörum. Á liðnum árum hefur almenningur tekið á sig byrðar en nú hefur rofað til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Tillögur um 300 þúsund krónur í lágmarkslaun er sanngjörn mannréttindakrafa.“

Svo varð raunin.

Þess vegna ályktuðu við á 34. flokksþingi framsóknarmanna: „Flokksþingið vill tryggja að lífeyrir almannatrygginga til aldraðra taki breytingum í samræmi
við lágmarkslaun og verði kr. 300.000 í lok árs 2017.“

Svo varð raunin.

Áfram berjumst við fyrir heimilin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigurður

    Lagt til, en seinna.

    Það hljóta að vera kosningar.

    Eitthvað að frétta af afnámi verðtryggingar?

  • Ásmundur

    Þetta lítur vel út svo langt sem það nær.

    Kemur á óvart enda hafa flestar ef ekki allar aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, sem snerta hag almennings, verið á hinn veginn. Þær hafa aukið ójöfnuðinn. Jafnvel skuldaleiðréttingin er því marki brennd.

    Það vantar hins vegar samsvarandi yfirlit yfir hjón eða fólk í sambúð. Það er dýrt að búa einn og þess vegna eðlilegt að tekið sé sérstakt tillit til þess einkum í ljósi þess að skattalöggjöfin gerir það ekki eftir að staðgreiðsla skatta var tekin upp,

    En til að fá heildarmyndina er nauðsynlegt að fá samsvarandi dæmi um fólk í sambúð.

  • Finnur Birgisson

    Því miður lítur núna út fyrir að Alþingi ætli að afgreiða almannatryggingafrumvarpið á handahlaupum í dag og á morgun með þeim breytingum sem meirihluti velferðarnefndar leggur til. Það eru dapurleg tíðindi vegna þess að málið er með miklum ágöllum og kemur nánast að engu leyti til móts við kröfur aldraðra um bætt kjör og minni skerðingar vegna tekna:
    • Skerðingarhlutföll verða alltof há, eða 56,9% hjá þeim sem búa einir en 45% hjá öðrum. Þetta jafngildir skattheimtu eða jaðarskatti upp á 73% og 66%. Engin rök eru fyrir því að hafa þessi hlutföll svona mismunandi og þessar tekjutengingar eru að auki svo brattar að þær eru í ætt við eignaupptöku og stangast hugsanlega á við eignarréttar- og jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Á það þarf að láta reyna.
    • Frítekjumarkið 24 þús kr. á mánuði, þ.e. sú upphæð sem aldraðir mega hafa í tekjur án þess að greiðslur TR skerðist, er smánarlega lág, næstum hlægileg.
    • Hækkun á grunnfjárhæðum einskorðast við heimilisuppbót þeirra sem búa einir, hún á að hækka um næstu áramót um úr 34.100 í 48.700 kr. Hjá öllum hinum eða 3/4 hlutum aldraðra verður engin hækkun umfram reglulega uppfærslu skv. gildandi lögum. Þetta er augljóslega klækjabragð af hálfu meirihlutans, til þess að geta fullyrt að greiðslur til aldraðra verði sambærilegar við lágmarkslaun, þótt það komi einungis til með að gilda gagnvart fjórðungi aldraðra, þeim sem búa einir.
    Það eina jákvæða við lagabreytingarnar eru lagfæringar til einföldunar á afkáralegu regluverki um lífeyri aldraðra, en það eru reyndar sjálfsagðar lagfæringar sem lengi hefur blasað við að gera þyrfti.
    Eins og málið er í pottinn búið hefði það eina rétta verið að henda fyrirliggjandi frumvarpi í ruslið og taka til við það strax eftir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar að semja nýtt og betra frumvarp, með skynsamlegum og sanngjörnum breytingum á lífeyrishluta almannatrygginga.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur