Mánudagur 06.02.2017 - 16:22 - 1 ummæli

Tekið á skuldavanda heimilanna

Heimilum landsins vegnar betur. Um mitt ár 2009 voru skuldir heimilanna 126% af landsframleiðslu, en eru í dag lægri en þær hafa verið í aldarfjórðung.  Þetta er árangurinn af markvissri baráttu framsóknarmanna fyrir því að taka á skuldvanda heimilanna allt frá bankahruni.  Hvort sem um var að ræða yfirdráttarlán, gengislán eða verðtryggð lán þurfti að taka á skuldavandanum með öllum tiltækum ráðum.

Heimilin eru undirstaða hagkerfisins og aðeins með því að taka á skuldvanda þeirra mætti koma hjólum efnahagslífsins af stað og hefja endurreisnina.

Því voru aðgerðir fyrir skuldsett heimili helsta kosningamálið árið 2013. Þegar ríkisstjórn undir forystu framsóknarmanna tók við völdum að loknum kosningum lá fyrir skýrt umboð kjósenda til að taka á skuldavanda íslenskra heimila og ná fram leiðréttingu á verðbólguskotinu.  Stöðnunin yrði rofin, skuldir leiðréttar, hagvöxtur aukinn og heimilin færu aftur að fjárfesta.

Sjálf leiðréttingin var valkvæm og almenn, þannig að allir þeir sem voru með verðtryggð fasteignalán á árunum 2008 og 2009 og höfðu orðið fyrir verðbólguskotinu gátu sótt um leiðréttingu.  Jafnframt voru heimilin hvött til að halda áfram að borga niður skuldir með því að nýta séreignasparnað sinn til að greiða niður höfuðstólinn.  Þeir sem orsökuðu hrunið greiddu fyrir leiðréttinguna með skatti á gömlu bankana.

Þátttakan og árangurinn af Skuldaleiðréttingunni fór fram úr björtustu vonum.  Venjuleg íslensk heimili nutu góðs af aðgerðinni þannig að 75% fór til einstaklinga með minna en 7 m.kr. í árstekjur eða hjóna með 16 m.kr. á ári. Þannig fengu tekjulægri einstaklingar meirihluta leiðréttingarinnar.  Hlutfall skulda íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú næst lægstar á Norðurlöndunum, en aðeins Finnar eru með lægra hlutfall.

Aðgerðinni var ætlað að gera upp fortíðina og byggja undir framtíðina. Því allt byggir á heimilunum.

Flokkar: Fjármálakerfið · Húsnæðismál

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur