Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 15.02 2018 - 14:50

150 viðskiptafræðingar atvinnulausir – hvar eru störfin?

Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur farið hækkandi á undanförnum árum.   Þannig er um fjórðungur atvinnulausra, ríflega 1100 manns, með háskólamenntun eða sérskólamenntun á háskólastigi.  Viðskiptafræðingar eru fjölmennastir og þar á eftir lögfræðingar. Á sama tíma heyrast svo fréttir að erfiðlega gengur að ráða fólk í ýmis störf og atvinnuleysi mælist lítið sem ekki neitt. Fyrir […]

Þriðjudagur 19.09 2017 - 09:20

Tilkynning v/ Alþingiskosninga

Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins við erfiðar aðstæður í miðju bankahruni.  Árin síðan hafa verið einstaklega viðburðarrík og árangurinn af vinnu við efnahagslega endurreisn íslensks samfélags hefur verið mikill. Þar hef ég verið stolt af baráttu okkar framsóknarmanna gegn skuldum, hvort sem það eru skuldir heimilanna eða sá skuldaklafi […]

Miðvikudagur 26.07 2017 - 09:54

Hvað eru margar íbúðir í byggingu?

Þegar rætt er um húsnæðisvandann hljóta tölur um fjölda íbúða í byggingu að skipta miklu máli. Sveitarfélög fara með skipulagsvaldið, úthluta lóðum, afgreiða byggingarleyfi og skrá hjá sér byggingarstig framkvæmdanna.  Því hefur ekki verið til á einum stað hversu margar íbúðir eru í byggingu á hverjum tíma.  Stjórnvöld þ.m.t. Seðlabankinn, Hagstofan, fjármálaráðuneytið og stjórnmálamenn hafa […]

Þriðjudagur 18.04 2017 - 09:00

Stafrænar myndir og sýslumaðurinn

Fyrir ekki löngu síðan átti ég tvö erindi til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.  Annars vegar að endurnýja vegabréf okkar hjónanna og hins vegar að sækja um ökuskírteini fyrir eldri dótturina.  Vakti það athygli mína hversu mikill munur var á umsóknarferlinu á þessum tveimur tegundum af skilríkjum.  Við móttöku umsókna okkar hjónanna um vegabréf var allt ferlið […]

Mánudagur 17.04 2017 - 12:00

Hola verður til

Fyrsta skóflustungan að fyrsta húsinu sem við hjónin byggjum sjálf var tekin í síðustu viku.   Í dag erum við því stoltir eigendur að stórri holu, sem verður fyllt með frostfríu efni á næstu dögum. Gleðin var mikil enda langur aðdragandi að þessari fyrstu skóflustungu. Lóðin var keypt fyrir ári síðan.  Ég hringdi í leigusalann minn […]

Sunnudagur 09.04 2017 - 09:22

Viltu lækka blóðþrýstinginn?

Getur jákvætt viðhorf bætt heilsu okkar og lífsgæði, jafnvel þegar við erum að takast á við mjög erfiða sjúkdóma?  Það sýna æ fleiri rannsóknir skv. þessari grein í NYTimes.   Þannig getur jákvæðni hugsanlega leitt til lægri blóðþrýstings, færri tilvika af hjartasjúkdómum og betri stjórn á þyngd og blóðsykri. Í greininni er einnig fullyrt að þótt […]

Þriðjudagur 04.04 2017 - 11:54

Fjármálaáætlun 2018-2022: Loforð og áherslur.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar kynnti fjármálaáætlun sína fyrir árin 2018 til 2022 fyrir helgi. Í skjalinu sem þingflokkar allra stjórnarflokka hafa samþykkt að leggja fram má finna öll þeirra helstu áform út kjörtímabilið og þá fjármuni sem hver og einn ráðherra hefur fengið í sína málaflokka.  Við síðustu framlagningu fjármálaáætlunar var það einmitt […]

Föstudagur 31.03 2017 - 11:13

Svik, blekkingar og lygar

Hvenær er í lagi að svíkja, blekkja og ljúga?   Er það í lagi þegar gróðavonin er 1000 krónur eða 1 milljón króna en ekki þegar það er 1 milljarður króna? Er í lagi að halda fram hjá makanum, rispa bílinn í bílastæðinu við hliðina og láta ekki vita, að selja dóp til ungmenna eða gefa […]

Þriðjudagur 28.03 2017 - 07:48

Heimilin lækka skuldir sínar

Yfirdráttarlán heimila við fjármálafyrirtæki hafa lækkað stöðugt frá árinu 2012, þrátt fyrir á sama tíma hafi einkaneysla aukist, skv. Viðskiptablaðinu.  Þetta var sannarlega gleðifrétt. Heimilin skulduðu 79,3 milljarða króna í yfirdráttarlán og greiðslukortaskuldir í janúar síðastliðnum og höfðu þau lækkað um rúmlega 25% frá því fyrir fimm árum síðan á föstu verðlagi.   Í lok síðasta […]

Fimmtudagur 23.03 2017 - 11:26

Lækkum vexti með takmörkun lána?

Íbúðalánasjóður bendir á áhugaverða norska leið til að draga úr eftirspurn á húsnæðismarkaði.  Reglugerð hafi verið breytt þannig að einstaklingar sem kaupa viðbótarhúsnæði í Ósló, umfram lögheimili sitt, verði sjálfir að leggja fram 40 prósent af kaupverðinu en ekki 30 prósent eins og áður var. Lánshlutfallið lækkar þar með úr 70 prósentum af kaupverði í 60 […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur