Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 19.03 2012 - 11:13

Veðsetning framtíðartekna?

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst kynna nýja fjármögnunarleið fyrir breska vegakerfið á næstunni.  Hugmyndin er að opinberir fjárfestinga- og lífeyrissjóðir geti keypt (‘lease’) ákveðna vegi með ákveðnum skilyrðum, ríkið fái fullt af pening og í staðinn fá viðkomandi sjóðir hlutdeild í bifreiðagjöldum (EN: ‘vehicle excise duty’) framtíðarinnar ef þeir uppfylla skilyrðin.  Ef þeir vilja byggja […]

Sunnudagur 11.03 2012 - 13:53

Pólitískur forseti

Ýmsir hafa stigið fram og kvartað undan pólitísku framboði Ólafs Ragnars Grímssonar.  Þessa pólitík telja þeir sig sjá í yfirlýsingu forsetans þar sem hann vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipun landsins og stöðu forsetans í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Ólafur […]

Fimmtudagur 08.03 2012 - 10:02

Um tillögur stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð mun á næstu dögum funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um drög að nýrri stjórnarskrá. Í ljósi þess vil ég tjá mig um drögin og vona að fundurinn muni svara ýmsum þeim spurningum sem ég hef haft varðandi málið. Ég vil byrja á að taka fram að ég er  sátt við tillögur stjórnlagaráðsins varðandi m.a. […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 22:29

Ekki benda á mig…

Ég heyrði sögu í dag af konu sem fór yfir Hellisheiðina síðustu nótt.  Mikil hálka var og slæm færð.  Vegfarendur voru í erfiðleikum út um allt.  Hún ákvað að hringja í lögregluna og spyrja af hverju heiðinni væri ekki lokað. Lögreglan sagði það ekki í hennar verkahring.  Vegagerðin ætti að sjá um þetta. Hún hringdi […]

Þriðjudagur 06.03 2012 - 10:36

Hann eða hún?

„Ægilega er hann sætur,“ sagði elskuleg eldri kona við mig um leið og hún rétti mér bláa snuðið sem dóttir mín hafði misst.  „Takk, en þetta er stúlka,“ datt sjálfkrafa upp úr mér.  „Ó, afsakið,“ hrökk upp úr konunni. Töluverður þrýstingur er á verðandi foreldra að upplýsa strax um kynið við sónarskoðun.  Þetta er oft […]

Þriðjudagur 28.02 2012 - 11:03

Ríkisstjórn og hugrekkið?

Í gær spurði ég efnahags- og viðskiptaráðherra hvað ríkisstjórnin hygðist gera varðandi ítrekaðar niðurstöður Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að afnema reikniregluna í lögum nr. 151/2010 sem felur í sér afturvirkni vaxtaútreikningsins gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að samræma viðbrögð á milli ráðuneyta, í stað þess að vísa […]

Föstudagur 24.02 2012 - 09:01

Salvör í framboð?

Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs og forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, var í sviðsljósi fjölmiðlanna í gær. Hún er ósátt við að vera kölluð aftur til starfa fyrir stjórnlagaráðið og telur skort á samráði í samráðsferlinu. Því skrifaði hún bréf til forsætisnefndar Alþingis og tilkynnti að hún yrði erlendis ákveðna daga. Að vísu voru allir stjórnlagaráðsfulltrúarnir (líka Salvör…) […]

Föstudagur 17.02 2012 - 14:02

Verðtrygging er ekki lögmál

Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 17:05

Dómur Hæstaréttar um endurútreikning lána

Dómur um endurútreikning gengistryggðu lánanna féll í dag. Hæstiréttur segir að greiðslutilkynningar og fyrirvaralaus móttaka greiðslu jafngildi fullnaðarkvittun.  Hann segir að sá vaxtamunurinn sem varð vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána verði lánveitandinn að bera.  Öll leiðrétting verði að vera til framtíðar. Ekki sé hægt með almennum lögum að hrófla með afturvirkum hætti þessum réttarreglum um efni […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 09:32

Réttur Snorra til rangra skoðana?

Ég hef hikað við að tjá mig um orð Snorra Óskarssonar og viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri við þeim.  Ástæðan er ekki að ég hafi ekki skoðanir á þeim, heldur vegna þess hversu eldfimt þetta mál er.  Ég hef verið hrædd við að skoðanir mínir séu hugsanlega ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað. Ég er nefnilega […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur