Fyrir hrun trúðu margir á sýnina um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna. Þetta endurspeglaðist í að skattaívilnanir stjórnvalda beindust m.a. fyrst og fremst að fyrirtækjum sem voru á markaði í hagnaðarskyni. Samhliða hallaði sífellt á starfsemi sem rekin var á grundvelli ákveðinna hugsjóna, svo sem frjáls […]
Efnahags- og viðskiptanefnd verður með opinn fund kl. 9.30 um dóm Hæstaréttar nr. 282/2011 um fjármögnunarleigusamninga að beiðni Birkis J. Jónssonar. Í dómnum var komist að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru lán, en ekki leiga. Því væri gengistryggingin ólögmæt. Fjármögnunarleigufyrirtækin hafa haldið fast í að samningarnir séu aðeins lán í skilningi laga um vexti og […]
Pétur Blöndal segir á Facebook síðu sinni um stækkun björgunarsjóðs ESB í 1.300 milljarða evra: „Vonandi skilur Merkel töluna? Íbúafjöldi Evrulands er 333 milljónir. Þetta eru 3.900 evrur á hvern íbúa eða 620 þkr. eða 2,4 mkr. á hverja 4 manna fjölskyldu. Á öllu svæðinu, ríkar fjölskyldur og fátækar.“ Um allan heim safnast fólk saman […]
Uppröðun frétta hjá RÚV sýnir stundum að þar hafa menn góða kímnigáfu. Í hádegisfréttunum var fyrst haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni að hann vildi taka einhliða upp evruna. Krónan væri búin að vera. Evran væri framtíðin. Vandi hennar væri aðeins tímabundinn og ESB yrði að styðja okkur í þessu framtaki. (… bara um leið og þeir […]
Þann 6. október 2008 sat ég ásamt manni mínum í sófanum heima og hlustaði á ávarp Geirs H. Haarde. Eftir að orðunum Guð blessi Ísland sleppti sátum við og horfðum hvort á annað og veltum fyrir okkur hvað maðurinn átti eiginlega við. Hvað var að gerast? Öll vitum við hvað gerðist í framhaldinu. Hrunið var […]
Hópur áhugamanna um bættar samgöngur auglýsir eftir þingmönnum Suðurkjördæmis í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að lítið sé vitað um ferðir þingmanna síðan í aðdraganda síðustu þingkosninga í Eyjum, og þeir sem getið gefið upplýsingar um ferðir þeirra eru beðnir um að hafa samband við íbúa Vestmannaeyja. Ég er eflaust týnd í mörgu en ekki […]
Í grein Ólafs Margeirssonar Saga sjóðsfélaga er borin saman ávöxtun á séreignasparnaði í Almenna lífeyrissjóðnum og láni hjá sama sjóði. Niðurstaðan var sláandi, en á tímabilinu 2008 til 2011 var 10 sinnum minni nafnávöxtun á séreignasparnaðinum (1,2%) en á vaxtagreiðslur (12%) af láninu. Á grundvelli þessa ráðlagði hann fólki að taka frekar út séreignasparnaðinn og […]
Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir fékk gullið tækifæri […]
Viðtalið við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur snerti mig djúpt. Ég trúi henni. Það var tvennt sem gerði það sérstaklega að verkum. Skýring hennar á því af hverju hún varði föður sinn þegar hann var sakaður um kynferðisbrot árið 1996 og lýsing hennar á því þegar faðir hennar braut aftur á henni á fullorðinsárum. Þarna var engin […]
Opni fundurinn í efnahags- og viðskiptanefnd var um margt fróðlegur. Eitt af því sem þar kom fram var ábending um athyglisverða útfærslu Landsbankans á 110% leiðinni. Allir bankarnir draga eignir frá niðurfærslu á einhvern hátt, en eru jafnframt með ákveðið fríeignamark á móti (líkt og frítekjumark skattkerfisins). Er þar í flestum tilfellum miðað við fasta […]