Í pistlinum Er bílinn aðfararhæf eign velti ég upp þeirri spurningu hvort Íbúðalánasjóður dregur frá andvirði bifreiðar frá mögulegri niðurfærslu lána í 110% leiðinni? Skv. lögum er þeim skylt að draga frá aðfararhæfar eignir og þeir nota skattframtöl umsækjenda til að átta sig á því hvað er aðfararhæft og hvað ekki. Á skattframtali flestra má […]
Einn af þeim sem hafði samband við mig í gær lýsti því hvernig hann hefði greitt inn á bílinn sinn meirihluta kaupaverðsins, og gert bílasamning um afganginn. Þrátt fyrir þetta þá er lánveitandinn skráður eigandi bílsins í ökutækjaskrá, – og sá sem lagði fram meirihluta kaupverðsins skráður umráðamaður. Óskir um að leiðrétta þetta hefði einnig […]
Í morgun var lögð fram stjórnsýslukæra til innanríkisráðherra vegna synjunar Umferðarstofu um breytingu á skráningu bifreiðar fjölskyldunnar í ökutækjaskrá. Í ökutækjaskrá er eiginmaður minn Sigurður E. Vilhelmsson skráður umráðamaður fjölskyldubílsins en SP fjármögnun eigandi. Ég óska jafnframt eftir að heyra frá fleirum sem hafa áhuga á að skýra eignarhald fjölskyldubílsins. Hægt er að senda mér […]
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, situr í ríkisstjórn sem fer gegn grunnhugsjónum hans í stjórnmálum. Nú síðast telur hann ríkisstjórnina vera að veikja Alþingi með því að leggja til að forsætisráðherra geti ákveðið skipan mála í stjórnarráðinu sbr. 15. grein stjórnarskrárinnar. Þar áður hafði ríkisstjórnin sótt um aðild að Evrópusambandinu, þangað sem Jón ætlaði aldrei […]
Neyðarlögin átti að endurskoða 1. janúar 2010. Endurskoðunarákvæðið var sett inn að frumkvæði Alþingis sbr. nefndarálit meirihluta viðskiptanefndar þann 6. október 2008: „Að lokum ræddi nefndin um nauðsyn þess að lög þessi verði endurskoðuð og leggur til í ákvæði til bráðabirgða að þau skuli endurskoðuð fyrir 1. janúar 2010. Nefndin leggur áherslu á að ákvæði […]
Fyrir stuttu hittust allir helstu seðlabankastjórar í heimi í Jackson Hole í Bandaríkjunum. Þar flutti Christine Lagarde, nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sína fyrstu stóru ræðu sem stjórnandi sjóðsins. Í ræðunni talaði hún um mikilvægi þess að skapa störf og draga úr skuldum. Þessi tvö atriði væru lykilatriði til að byggja upp varanlegan og sjálfbæran vöxt í […]
Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að […]
Í lögum um niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs segir: „Heimilt er að færa niður veðkröfur skv. 1. mgr. um allt að 4. millj. kr. hjá einstaklingum og um allt að 7 millj. kr. hjá hjónum, sambýlisfólki og einstæðum foreldrum enda sé veðkrafan á veðrétti umfram 110% af verðmæti eignar og lántaki eða maki hans eiga ekki aðrar […]
Af gefnu tilefni tel ég ástæðu til að endurbirta grein mína Hver á bílinn minn? “Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.” Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. Hvers vegna eru […]
Ung íslensk kona hefur búið og starfað í Noregi í tvö ár. Samhliða hefur hún ítrekað sótt um skólavist í draumaskólann sinn. Í haust fékk hún loksins draum sinn uppfylltan, með jákvæðum svari um skólavist. Starfinu var sagt upp og næsta skref var að sækja um námslán til LÍN. Þar brá henni harkalega í brún […]