Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 05.01 2016 - 17:23

Dæmigert áramótaheit – nema þetta er ókeypis.

Nú er sá tími ársins runninn upp þegar ég íhuga iðulega hvort ég eigi að gerast styrktaraðili einhverra góðra líkamsræktarstöðva. Nýtt ár, nýtt líf, og ný ég með hjálp spinning, tabata og yoga. Þar sé ég mig fyrir mér í nýjum flottum íþróttaskóm og -galla að takast á við enn eitt áramótaheitið. Oft nær það ekki […]

Föstudagur 27.11 2015 - 08:01

Hitt bréfið

Fimmtudagur 03.09 2015 - 07:36

Flóttamenn: Staðan í dag

Ég vil nota tækifærið og segja ykkur aðeins frá því sem hefur gerst í vikunni.  Forsætisráðherra skipaði ráðherranefnd á þriðjudaginn um málefni flóttamanna og innflytjenda.  Ásamt honum eiga fast sæti í nefndinni fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, innanríkisráðherra og ég, auk þess að menntamálaráðherra mun koma inn vegna fræðslu- og skólamála og heilbrigðisráðherra vegna heilbrigðisþjónustu.  Aðrar ráðherra munu […]

Mánudagur 24.08 2015 - 15:07

Byggjum 2300 leiguíbúðir

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga í lok maí sl. kemur fram að ráðist verði í átak með byggingu allt að 2300 félagslegra leiguíbúða á árunum 2016-2019, þó að hámarki 600 íbúðir á ári.  Í sumar hefur verið unnið að frumvörpum og fjármögnun þessara loforða í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, Samband íslenskra […]

Laugardagur 22.08 2015 - 15:16

Rauðmáluð timburhús

Eiginmaður minn ólst upp í rauðmáluðu timburhúsi í Keilufellinu í Efra-Breiðholti. Flestar af hans bestu æskuminningum tengjast þessu húsi og hverfinu sem það stóð í.  Hversu notalegt það var að vakna við hljóðið í regndropunum sem dundu á bárujárnsþakinu, litla grenitréð sem þeir bræðurnir tóku toppinn af í badminton, en gnæfir nú yfir húsið og […]

Laugardagur 15.08 2015 - 19:13

Að byggja sjálf?

„Þetta var hvítt, gamalt hús, alls ekki stórt með grænum samskeytum á hornunum og grænum hurðum og grænu túni umhverfis og þar uxu sjöstjörnur og steinbrjótar og fagurfíflar í grasinu.  Sýrenur og kirsuberjatré voru þar líka og uxu villt og utan um allt þetta reis steinveggur, lágur, grár múrveggur, vaxinn litríkum blómum.“  (Astrid Lindgren) Þetta […]

Þriðjudagur 14.07 2015 - 10:03

Skuldsett þjóð er ekki frjáls

Ein af kröfum Evrópusambandsins sem Grikkir þurfa að gangast undir til að fá neyðarlánið er að þeir verða að selja ríkiseignir að verðmæti 50 milljarða evra.  Fjármunirnir verða notaðir til að endurgreiða lánið og endurfjármagna grísku bankana. Mörgum finnst nóg um hörkuna gagnvart Grikkjum, ekki hvað síst að ríkiseignir skulu vera með þessum hætti teknar […]

Sunnudagur 12.07 2015 - 19:35

Er lán lukka?

„Það er ekki hægt að spara á Íslandi,“ hef ég oft heyrt frá fólki í kringum mig og mér sjálfri.  Ég var lengi vel alveg sannfærð um þetta og gerðist því í staðinn sérfræðingur í að taka lán. Lán varð nánast að lukku í mínum huga. Ef það var eitthvað sem mig langaði í, þá […]

Fimmtudagur 09.07 2015 - 13:15

Þakviðgerðir í þjóðarhúsinu

Að búa við öruggt húsnæði er grunnþörf hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu. Ísland er velferðarsamfélag og það er beinlínis skylda stjórnvalda að tryggja að fólk hafi þak yfir höfuðið. Til að tryggja að fólk geti komið sér upp húsnæði höfum við byggt upp ýmis stuðningskerfi. Við höfum haft vaxtabætur sem er niðurgreiðsla ríkisins á vöxtum […]

Miðvikudagur 10.06 2015 - 12:08

Bætum stöðu leigjenda

Frumvarp mitt um húsnæðisbætur hefur verið lagt fram á Alþingi.  Því er ætlað að mæta breyttum veruleika íslenskra heimila.   Kostnaður fólks á leigumarkaði vegna húsaskjóls sem hlutfall af tekjum hefur hækkað verulega síðustu ár á meðan húsnæðiskostnaður fólks sem býr í eigin húsnæði hefur lækkað.  Á sama tíma hefur leigjendum fjölgað verulega.  Árið 2007 bjuggu […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur