Nauðganir eru hryllilegar og eiga ekki að líðast. Þrjár nauðganir eru í rannsókn eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fleiri eiga hugsanlega eftir að koma fram. Þeir sem komu að Þjóðhátíð í Eyjum harma þetta mjög. Mér finnst þó umræðan vera á nokkrum villugötum þegar gagnrýnin í fjölmiðlum er fyrst og fremst farin að snúa að mótshöldurum. […]
Frá degi til dags í Fréttablaðinu fjallar um pistilinn minn í gær, Ofurlaun þingmanna? Þar segir: „Eygló Harðardóttir tekur saman athyglisverðar staðreyndir í pistli á Eyjunni. Þar ber hún tekjur þingmanna saman við aðrar stéttir og útkoman er sú að hún og samstarfsfólk hennar á Alþingi eru með svipuð laun og fréttamenn á Ríkisútvarpinu, veðurfræðingar […]
Innlendir vextir hafa verið umtalsvert hærri en í nágrannalöndunum, meira að segja þegar offramboð er á lánsfé og sparnaður umtalsverður. Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, taldi að ein af lykilskýringunum væri 3,5% ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna og háir vextir myndu á endanum kæfa hagkerfið. Þessi krafa um 3,5% ávöxtun myndaði, að hans mati vaxtagólf, þar sem lífeyrissjóðirnir […]
Nú er runninn upp sá árstími sem við getum öll kynnt okkur hvað nágranninn er með í laun. Í tekjublaði DV er að finna laun 2.737 Íslendinga. Skoðum aðeins menntamálaráðuneytið og yfirmenn ýmissa undirstofnana ráðuneytisins. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, 934.368 kr./mán. Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, 1.109.338 kr./mán. Egill Helgason, sjónvarpsmaður, 1.054.730 kr./mán. Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV, […]
Árið 2006 tók Charles Carl Roberts IV 10 stúlkur sem gísla í West Nickel Mines skólanum í Amish samfélaginu í Bart Township, Pennsylvaniu. Hann endaði gíslatökuna með því að skjóta þær, þannig að Naomi Ebersol (7), Marian Fisher (13), Anna Stoltzfus (12), Lena Miller (8) og Mary Miller létust og framdi í kjölfarið sjálfsmorð. Allar […]
Hjarta mitt er fullt af sorg. Árásin í Osló og Útey er hryllilegur atburður. Hann er einnig sterk áminning. Áminning um að standa vörð um allt það sem okkur þykir vænt um. Áminning um hvað það er sem gerir Norðurlöndin að góðum samfélögum. Áhersla okkar á lýðræði, frelsi, samvinnu, jafnrétti, sanngirni og rétt hvers og […]
Viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Pressunni um söluferlið á Byr veldur mér nokkrum heilabrotum. Þar segir: „Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fjármálaráðuneytið fer með hlut slitastjórnar Byrs í sparisjóðnum sem er um 95% en lögum samkvæmt mega slitastjórnir ekki eiga ráðandi hlut. Gagnrýnt hefur verið að fjármálaráðuneytið fari með þann […]
Auglýsingar smálánafyrirtækja hafa hljómað á öldum ljósvakanna á undanförnu. Lofað er þyrluferð og miðum á útihátíð sem staðfestir enn á ný að markaðssetning lánanna beinist fyrst og fremst að ungu fólki. Vextir hjá þessum lánum geta verið fleiri hundruð prósent á ársgrundvelli, eða allt að 600% og kostnaður fyrirtækjanna við þessar lánveitingar lítill. Í frumvarpi […]
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur nú einkavætt fjóra banka. Þeir eru Arionbanki, Íslandsbanki, NBI og Byr og boðar frekari einkavæðingu í gegnum forstjóra Bankasýslunnar. Í þessum fjórum tilvikum þótti ráðherra ekki ástæða til að upplýsa Alþingi sérstaklega mikið. Ráðherrann virtist telja að ákvæði neyðarlaganna dygðu til að hann gæti ráðstafað eignarhlut ríkisins og ráðfærði sig […]
Má fjármálaráðherra selja eins og eitt styrki Byr sísona? Í 40.gr. stjórnarskrár Íslands, nr. 33/1944, segir að ekki megi selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. Enn fremur segir í 29.gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, að ríkisaðilar í A-hluta skuli hverju sinni […]