Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 02.09 2014 - 07:13

Gegn misnotkun barna

Norræn ráðstefna verður haldin í dag um kynferðisofbeldi gegn börnum – forvarnir á Norðurlöndunum. Þar koma saman sérfræðingar af öllum Norðurlöndunum, fólk sem hefur þekkingu, áhuga og sterkan vilja til að vinna gegn þeim hræðilega glæp sem misnotkun barna felur í sér. Misnotkun barna er víðfeðmt vandamál og geysilega flókið viðfangsefni. Ekkert samfélag er óhult […]

Föstudagur 29.08 2014 - 08:35

Góða fréttir úr atvinnulífinu

Við erum sannarlega á leið upp úr hjólförunum. Það sjáum við ekki hvað síst í atvinnumálunum.  Á síðasta ári fjölgaði fólki í störfum á vinnumarkaðnum verulega, eða um 6000 samanborðið við árið 2012.  Í ár höfum við séð sömu þróun.  Á fyrsta ársfjórðungi 2014 voru að jafnaði um 3500 fleiri starfandi en á sama fjórðungi […]

Mánudagur 25.08 2014 - 17:48

Jafnrétti og norræn samvinna

Á morgun er norræn ráðstefna um jafnrétti í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Við ætlum að fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði, menntun og aukna þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi. Jafnframt ætlum við að huga að stöðu lýðræðis á Norðurlöndunum þá sérstaklega með hliðsjón af stjórnmálaþátttöku kvenna í tilefni þess að verið er […]

Miðvikudagur 20.08 2014 - 11:58

Verjum þá sem minnst hafa

Fjármálaráðherra ræddi áform sín um breytingar á skatti á vörur og þjónustu á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar ítrekaði hann hugmyndir sínar um að minnka bilið á milli hærra og lægra skattþreps virðisaukakerfisins og draga úr undanþágum í kerfinu. Ég er sammála því að einfalda þarf virðisaukaskattskerfið og endurskoða löggjöfina á heildstæðan máta. En þær breytingar mega […]

Sunnudagur 11.05 2014 - 13:38

Landsbankar og höftin

Nýlega var tilkynnt um endurfjármögnun á skuldabréfi á milli gamla og nýja Landsbankans og lýstu menn yfir ánægju sinni yfir samningnum. Mikilvægt er þó að menn komi sér niður á jörðina er varðar afnám gjaldeyrishaftanna og á það við um Landsbankanna sem og aðra. Horfast þarf í augu við heildarmyndina, og hætta að útdeila einhverjum […]

Miðvikudagur 02.04 2014 - 09:05

Heilbrigðari börn

Árið 1972 hófu vísindamenn í Bandaríkjunum að fylgjast með tveimur hópum barna frá fátækum fjölskyldum.   Öðrum hópnum var boðið upp á heilsdags leikskóla til fimm ára aldurs.  Þar fengu börnin flestar sínar daglegu máltíðir auk ýmis konar þjálfunar og leikja.  Hinn hópurinn fékk þurrmjólk, en ekkert umfram það. Markmiðið með rannsókninni var að sjá hvort […]

Föstudagur 28.03 2014 - 08:16

Sparnaður = frelsi

Tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til handa heimilunum eru komnar fram á Alþingi. Fátt hefur komið á óvart í umræðunni um skuldaleiðréttingarhlutann.  Hvet ég fólk til að kynna sér málið sjálft með því að fara inn á skuldaleidretting.is.  Hér eru einnig ágætis pistlar eftir Jóhannes Þór Skúlason og Marinó G. Njálsson um málið. Umræðan um séreignasparnaðarhlutann […]

Föstudagur 07.03 2014 - 12:39

Áfram Erna og Jóhann Þór

Nú fer að styttast í að fulltrúar okkar á Ólympíumóti fatlaðs fólks þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson keppi í Sotsjí. Þau taka þátt bæði í svigi og stórsvigi dagana 13.-16. mars. Skíðin sem þau nota kallast monoski eða sit-ski á ensku og setskíði á okkar ylhýra. Ég fyllist alltaf aðdáun þegar ég sé […]

Miðvikudagur 05.03 2014 - 17:03

Fréttatilkynning vegna Sotsjí

„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim. Ég hlakkaði mikið til að vera […]

Mánudagur 24.02 2014 - 12:42

Litlar draumaíbúðir

Eitt af áhugamálum mínum eru litlar íbúðir.  Töluverður fjöldi fólks vill velja að búa í minna húsnæði. Af hverju? Svörin eru fjölmörg.  Til að eiga minna dót.  Til að vera nægjusamari.  Til að gera meira utan heimilisins.  Til að eiga meiri pening.  Til að vera umhverfisvænni. Hér eru nokkur myndbönd og myndir af sannkölluðum draumaíbúðum, […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur