Við höfum sett drög að þremur lagafrumvörpum á vefinn til umsagnar í dag. Fyrsta frumvarpið lýtur að skipulagi þeirrar stjórnsýslu sem lögð er til að gildi á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu á þessu sviði þannig að Jafnréttisstofa, Fjölmenningarsetur og Réttindagæsla fatlaðs fólks sameinist í nýja stofnun. Annað […]
Hefur ljósfaðir tekið á móti barninu þínu? Hversu líklegt er að karl taki á móti barninu þínu í leikskólanum? Eða í grunnskólanum? Ekki sérlega líklegt, segja tölurnar okkur. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og endurspegla tölur frá menntastofnunum á framhalds- og háskólastigi kynbundið námsval ungmenna. Enginn karl hefur útskrifast með menntun ljósmóður á Íslandi. Aðeins […]
RÚV fjallaði um breytingar á lögum um almannatryggingar í kvöldfréttum. Þar var birt sérstaklega mynd af einni grein laganna er varðar sjúkraskrár sem dæmi um hertar eftirlitsheimildir. Þetta er eilítið vandræðalegt fyrir fréttastofuna. Ef fréttamaður RÚV hefði unnið heimavinnuna sína, leitað frumheimilda en ekki treyst á einstaka bloggara úti í bæ hefði hún tekið eftir […]
Í frétt hjá RÚV er fjallað um að þingmenn kvarti undan að fá ekki nægan tíma til að vinna þingmál. Þar er nefnt sérstaklega lög um auknar eftirlitsheimildir til handa Tryggingastofnunar til að tryggja réttar greiðslur og koma í veg fyrir bótasvik. Oft má gagnrýna hraða málsmeðferð í þinginu, ekki hvað síst rétt fyrir jóla- […]
Það er ekki oft sem maður heyrir ungan karlmann tala um að jafnréttismál séu honum hugleikin en það gerði Haraldur Einarsson, félagi minn, svo eftir var tekið í störfum þingsins í gær. Í ræðu sinni fjallaði hann sérstaklega um rétt til forræðis barna. Í barnalögum hafa stór skref verið tekin í að gera sameiginlega forsjá […]
Tillögur til leiðréttingar á skuldum heimilanna hafa verið kynntar. Mikill fjöldi fólks hefur haft samband og óskað eftir nánari upplýsingum um útfærslu og aðferðafræði tillagnanna. Ég vil því benda á vef forsætisráðuneytisins en þar má finna mikið magn upplýsinga um skuldaleiðréttinguna. Þar má fyrst nefna skýrslu sérfræðingahópsins en hún er einkar greinargott plagg. Þar má líka […]
Heimilin eru undirstaðan og þau eru drifkraftur samfélagsins. Á þeim byggist allt annað, án þeirra verður enginn vöxtur og engin velferð. Það er ástæða þess að svo skýrt er tilgreint í stjórnarsáttmálanum hvernig stjórnarflokkarnir hyggjast taka markvisst á skuldavanda íslenskra heimila. Þar er grunnviðmiðið að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007 til 2010. Þar […]
Tillögur hagræðingarhópsins voru kynntar nú í vikunni. Þær tillögur sem snúa að mínum málaflokkum eru eftirfarandi: ———— Fæðingarorlofssjóður hjá Vinnumálastofnun, Innheimtustofnun sveitarfélaga og meginhluti starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins sameinist í eina greiðslustofu.* Skoðaðir verði möguleikar á breyttri fjármögnun ríkisins þannig að sveitarfélögum sem leggja áherslu á að veita góða heimaþjónustu verði umbunað, t.d. með því að […]
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi um formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Norðurlöndin skipta með sér formennskunni árlega og á næsta ári er það komið í hlut Íslendinga að veita samstarfinu forystu. Ísland mun leggja sérstaka áherslu á þrjú verkefni. Í fyrsta lagi að náttúruauðlindir í norðri þurfi að nýta á sjálfbæran […]
Í nýlegri fyrirspurn til fjármálaráðherra spurði Helgi Hjörvar hvort skuldaleiðrétting verðtryggðra húsnæðislána ætti að vera hluti af samningum við erlenda kröfuhafa um afnám gjaldeyrishaftanna. Þessi fyrirspurn hefur angrað mig nokkuð síðustu daga. Ekki þó vegna áhuga Helga á skuldaleiðréttingunni. Ég er sannfærð um að hann hefur raunverulegan áhuga á skuldamálum heimilanna, ólíkt ýmsum öðrum í […]