Föstudagur 01.05.2009 - 21:41 - 1 ummæli

Hættuleg megrunarpilla


Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) hefur gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við notkun fitubrennsluefnisins Hydroxycut. Fjöldi tilfella um alvarleg veikindi og a.m.k. eitt dauðsfall hafa verið rakin til notkunar þess. Fæðubótaefni hafa lengi verið mjög umdeild meðal heilbrigðisstarfsmanna og segja margir að þau falli í tvo flokka: Ef þau eru skaðlaus þá eru þau yfirleitt gagnslaus. Ef þau virka, þá eru þau oftast hættuleg. 

Hydroxycut hefur verið til sölu hér á landi um nokkurt skeið og hafa auglýsingar á þessu efni verið afar áberandi. Til dæmis hafa verið auglýst afsláttartilboð aftan á bíómiðum, jafnvel á barnasýningum. Mörgum þykir þar nóg um, ekki síst vegna þess að hægt er að nálgast þessi efni í næstu verslun. Íslenskir neytendur hafa því miður ekki farið varhluta af skaðlegum aukaverkunum og var nýlega sagt frá því að ungur maður hefði fengið hjartaáfall eftir notkun Hydroxycut. Eins og þeir segja – það virkar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Líklega er þetta efnið Yohimbine sem fer illa í fólk. Það virkar sem mjög örvandi efni og minnkar matarlyst. Erfitt er að finna sín mörk með þetta efni. Ég tek Yohimbine en ekki í Hydroxycut heldur í redline orkudrykknum. Mín mörk eru 2 litlir sopar til að fá ætluð áhrif sem er langtum minna heldur en gefið er upp. Persónulega finnst mér efedrin miklu betra og öruggara. Auðveldara að finna sín mörk með það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com