Færslur fyrir maí, 2010

Fimmtudagur 27.05 2010 - 22:00

Áfram Hera!

Ég er búin að vera að bíða eftir því að einhver gagnrýni holdafar okkar fulltrúa í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Ekki af því að ég hafi gaman af slíku eða finnist Hera eiga það skilið heldur af því það er dæmigert að þegar þéttholda manneskja gerir eitthvað markvert þá er einblínt á holdafar hennar. Ég þurfti […]

Laugardagur 22.05 2010 - 10:02

Þéttvaxin börn frekar fyrir aðkasti

Í síðustu viku var sagt frá rannsókn í New York Times sem sýndi að þéttvaxin börn verða frekar fyrir stríðni og aðkasti af hálfu skólafélaga sinna en önnur börn. Rannsóknin, sem var unnin í Bandaríkjunum og birtist fyrir skemmstu í tímaritinu Pediatrics, sýndi að grunnkólabörn eru 13% líklegri til þess að verða fyrir aðkasti jafnaldra ef […]

Þriðjudagur 11.05 2010 - 12:29

Hugleiðingar um þyngd

Í síðustu viku fóru sjálfboðaliðar á vegum Megrunarlausa dagsins á stúfana og buðu fólki að stíga á vigt sem sýndi jákvæð lýsingarorð í staðinn fyrir kílóatölur. Hugmyndin var að rjúfa þann neikvæða vítahring þar sem fólk notar vigtina sem allsherjar dómara og leyfir henni að ráða því hvort það sé ánægt með sjálft sig og […]

Fimmtudagur 06.05 2010 - 08:57

Megrunarlausi dagurinn er í dag

Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars. Árið 1992 stofnaði Mary Evans Young, fyrrum átröskunarsjúklingur, International No Diet Day til þess að vekja athygli á skaðlegum áhrifum útlitsdýrkunar og mismununar í garð þeirra sem falla utan hins viðurkennda ramma um æskilegan líkamsvöxt. Síðan þá hefur skipulögð […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com