Færslur fyrir mars, 2009

Þriðjudagur 31.03 2009 - 19:17

Röntgenaugu

Hér er áhugaverð grein um hvað þyngd er flókið fyrirbæri. Þarna eru sett fram spurningamerki við það að stimpla alla sem mælast yfir ákveðinni þyngd miðað við hæð „of þunga“ eða „of feita“ án tillits til lífsvenja eða heilsufarsmælinga. Talsverður hluti þeirra sem eru „of feitir“ samkvæmt skilgreiningu reynast vera fullkomnlega heilsuhraustir við nánari athugun. […]

Miðvikudagur 25.03 2009 - 23:17

Aumingjans Oprah

Aumingja Oprah. Hugsið ykkur. Fræg, virt, rík og valdamikil kona sem engu að síður er ævilangur þræll líkamsþráhyggjunnar. Það virðist augljóst þegar litið er yfir feril Opruh að henni er ætlað að vera þéttvaxin. Sá líkami sem sigrar að lokum er hennar náttúrulegi líkami. Oprah neitar hins vegar að horfast í augu við þetta og […]

Mánudagur 23.03 2009 - 21:17

Heilsa óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health at Every Size) er ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju. Í stað þess er lögð áhersla á: • Að bæta heilsu – áhersla á tilfinningalega, líkamlega og andlega velferð án áherslu á þyngd eða þyngdartap. • Að bæta sjálfs- og líkamsmynd – að bera virðingu […]

Laugardagur 21.03 2009 - 20:28

McCain um fitufordóma

Criticizing a woman’s weight is one of the “last frontiers” of socially-acceptable prejudice, says Meghan McCain, the daughter of Senator John McCain. Ms. McCain, who calls herself a progressive Republican, was responding to remarks by conservative radio host Laura Ingraham. It all started when Ms. McCain, 24, criticized Republican pundit Ann Coulter for her extreme […]

Fimmtudagur 19.03 2009 - 17:46

Hvað er líkamsvirðing?

Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Þegar við berum virðingu fyrir líkama okkar þá hugsum við vel um hann. Við reynum ekki að breyta honum eða „lagfæra“ hann heldur tökum honum eins og hann er. Við treystum þeim merkjum sem hann sendir okkur og förum eftir þeim. Þegar við erum svöng […]

Föstudagur 13.03 2009 - 22:11

Slagurinn er hafinn

Ég hef hugsað lengi um að byrja að blogga, en eins og svo oft þegar manni liggur mikið á hjarta, þá veit maður ekki hvar maður á að byrja. Nú hef ég hins vegar ákveðið að láta slag standa. Þetta blogg á að vera um fitu. Fitu sem heilbrigðismál. Fitu sem félagslegt fyrirbæri. Fitu sem […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com