Færslur fyrir október, 2013

Mánudagur 21.10 2013 - 14:51

Leikskólabörn á lágkolvetnakúr?

Í hvert skipti sem nýtt megrunaræði grípur um sig meðal Íslendinga hugsa ég með skelfingu til allra þeirra barna sem munu nú þurfa að alast upp við þrúgandi megrunar- og holdafarsáherslur á heimilinu. Þau munu fá að kynnast endalausu tali um kíló, fituprósentu, brennslu, hitaeiningar og hvaða matartegundir séu óhollar, fitandi, bannaðar eða beinlínis hættulegar. […]

Föstudagur 18.10 2013 - 16:08

Saumaklúbburinn

Ég sit og spjalla við vinkonur mínar, við njótum yndislegra rétta sem ein hefur útbúið og boðið upp á í saumaklúbbnum. Umræðuefnið spannar vítt svið, frá kennslu, fjármálum, uppeldi, strákum og fleira. Eitt umræðuefni virðist þó ná athygli okkar allra og virðumst við allar hafa eitthvað til málanna að leggja, en það eru aukakílóin eða […]

Mánudagur 14.10 2013 - 20:35

Fordómavekjandi umfjöllun fjölmiðla um offitu

Ég hef stundum verulegar áhyggjur af fréttaflutningi um offitu og hvernig hann hefur áhrif á líkamsmynd fólks og viðhorf gagnvart feitu fólki. Í fjölmiðlum hafa fréttir af „offitufaraldri“ aukist til muna síðan á 9. áratugnum. Fjölmiðlum finnst viðeigandi að nota orð sem í fortíðinni hefur verið notað yfir banvæna smitsjúkdóma eins og svarta dauða eða […]

Mánudagur 07.10 2013 - 10:40

Á að segja börnum að þau séu of feit?

Ég lenti í samræðum um þetta um daginn. Ef börn eru of feit, af hverju má ekki segja þeim það? Hvernig á eiginlega að tala við börn um holdafar? Á að telja öllum börnum trú um að þau séu grönn? Það er flókið og erfitt mál að ræða holdafar í dag vegna þess að holdafar […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com