Færslur fyrir júní, 2011

Fimmtudagur 23.06 2011 - 22:02

Samfélagsbreytingar

Eins og kom fram í síðasta pistli þá þurfum við að gera breytingar í samfélaginu okkar ef við viljum draga úr tíðni átraskana.  Fyrir nokkrum áratugum síðan voru átraskanir nánast óþekktar. Þær voru afar sjaldgæf tilfelli sem dæmigerður geðlæknir gat átt von á að hitta fyrir í mesta lagi einu sinni eða tvisvar á öllum […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 10:48

Um forvarnir átraskana

Átraskanir eru menningarbundnar geðraskanir. Þrátt fyrir að dæmi finnist um sjálfsvelti (anorexíu) langt aftur í aldir, eru tilfellin fleiri í nútímasamfélögum en nokkru sinni fyrr í sögunni. Lotugræðgi (búlimía) er einnig talin alfarið afsprengi nútímamenningar sem leggur ofuráherslu á grannan vöxt á sama tíma og aðgengi að tilbúnum mat og kræsingum hefur aldrei verið meira. Lotugræðgi var fyrst skilgreind […]

Laugardagur 11.06 2011 - 09:25

Foreldrafordæming

Síðustu helgi birtist dapurleg umræða í Fréttatímanum þegar næringarfræðingur hjá MATÍS opinberaði þá skoðun sína að réttast væri að taka feit börn af foreldrum sínum ef þeim tækist ekki að megra þau. Þetta er einkar öfgakennd útgáfa af þeirri fordæmingu í garð foreldra sem gjarnan kemur fram í umræðu um offitu barna. Foreldrar sjá jú um innkaup og matseld á heimilinu […]

Föstudagur 03.06 2011 - 10:41

Íþróttaiðkun barna

Alveg er ég næstum því sammála þessari grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Það er glatað að búið sé að binda svo um hnútana í íþróttastarfi barna að þeim bjóðist almennt ekki að stunda hreyfingu án stigvaxandi pressu um ástundun, keppni og afrek. Af hverju er ekki hægt að æfa sund tvisvar í viku […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com