Um

Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Þegar við berum virðingu fyrir líkama okkar þá hugsum við vel um hann. Við treystum þeim merkjum sem hann sendir okkur og svörum með viðeigandi hætti. Þegar við erum svöng eða þreytt þá gefum við líkama okkar það sem hann þarfnast. Við reynum ekki að sigrast á honum, pína hann áfram eða refsa honum.

Líkamsvirðing vísar líka til þess að allir líkamar eiga rétt á sömu virðingu. Þetta orð er herör gegn fordómum og mismunun í tengslum við líkamsvöxt.

Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing. Við eigum öll rétt á því að lifa í sátt við okkur sjálf og líða vel í eigin skinni.