Færslur fyrir júlí, 2010

Þriðjudagur 20.07 2010 - 16:36

Um lífsins kraftaverk

Það er sérstök upplifun að vera barnshafandi. Mörgum konum finnst þær sjaldan vera í eins miklum tengslum við líkama sinn og einmitt þá, enda minnir líkaminn stöðugt á sig með endalausum breytingum og örum vexti annarrar manneskju innan í sér. Fyrir flestar konur er þetta ánægjulegt ferli en fyrir alltof margar er það meira eins og myllusteinn um hálsinn: […]

Föstudagur 09.07 2010 - 13:10

Hold er heitt

Þessi grein birtist í Wahington Post í fyrradag. Það er svo ótrúlega gaman að sjá þessi litlu merki um að veröldin sé að breytast. Mark my words. Eftir nokkra áratugi verður alveg jafn skrýtið að hugsa til þess að eitt sinn hafi allir átt að vera grannir og manni finnst skrýtið í dag að hugsa til þess […]

Þriðjudagur 06.07 2010 - 11:39

Body Shop barátta

Hér má nálgast frekari upplýsingar um baráttu Body Shop fyrir bættri líkamsmynd. Margir kannast við myndina hér til hliðar en nú hefur fyrirtækið sett af stað nýtt átak í samvinnu við áströlsk átröskunarsamtök og starfshóp á vegum ríkisstjórnarinnar þar í landi. Ætlunin er að skera upp herör gegn slæmri líkamsmynd og átröskunum. Fimmfalt húrra fyrir […]

Laugardagur 03.07 2010 - 17:27

Vei! vigtin slær í gegn

Ég rakst nýverið á þessa auglýsingu frá Body Shop og gleðst innilega yfir því að verslunarkeðja af þessari stærðargráðu skuli taka þátt í baráttunni fyrir líkamsvirðingu. Vigtin minnir óneitanlega á Vei! vigtirnar sem notaðar voru í átaki Megrunarlausa dagsins nú í vor. Þær eru eftirmyndir hinnar bandarísku Yay! scale sem Marilyn Wann, rithöfundur og baráttukona, hannar og […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com