Laugardagur 03.07.2010 - 17:27 - 6 ummæli

Vei! vigtin slær í gegn

Your Beauty & Worth Cannot Be MeasuredÉg rakst nýverið á þessa auglýsingu frá Body Shop og gleðst innilega yfir því að verslunarkeðja af þessari stærðargráðu skuli taka þátt í baráttunni fyrir líkamsvirðingu. Vigtin minnir óneitanlega á Vei! vigtirnar sem notaðar voru í átaki Megrunarlausa dagsins nú í vor. Þær eru eftirmyndir hinnar bandarísku Yay! scale sem Marilyn Wann, rithöfundur og baráttukona, hannar og selur af miklum móð í sínu heimalandi. Gaman að því.

Flokkar: Líkamsvirðing · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (6)

 • hvaða rugl er þetta að hvetja feitt fólk ekki til að grennast?!
  Það myndi auka lífsgæði þess!

 • Guðrún

  Ari. Af hverju ætti það að auka lífsgæði feits fólks að grennast?

 • ég tala af reynslu og mér finnst mín lífsgæði hafa aukist eftir að ég grenndist.

  Ég var einmitt að skrifa um það um daginn á bloggsíðunni minni http://www.barbietec.com/subpage2.php?BloggID=3061 gæti svo sem talið upp margfallt fleiri atriði.

  En fólk er að sjálfsögðu misjafnt og það má alls ekki segja að feitt fólk geti ekki verið með lífsgæði, enda segir Ari líka að það AUKI lífsgæðin, sem er lykilhluti setningarinnar og því er ég hjartanlega sammála.

 • Járngerður

  Auðvitað batna lífsgæði við það að grennast, ef maður er það feitur að það sé til trafala. Það segir sig sjálft. En að þurfa stöðugt að vera tággrannur vegna þrýstings frá samfélaginu, það rýrir andlegu lífsgæðin hjá alltof mörgum. Þessi þrýstingur er alsstaðar, og það er nauðsynlegt að vinna gegn honum.
  Takk, Sigrún fyrir þessa síðu.

  Ábm: Freydís.

 • Elva Björk

  Það er alls ekki sjálfgefið að lífsgæðin batni við það eitt og sér að grennast, eða missa kíló. Mín persónulega reynsla er sú að ég hef alltaf verið í yfirþyngd og fór svo að hreyfa mig reglulega og þá leið mér mun betur. Á öðrum tímapunkti í lífinu, grenntist ég , þar sem ég borðaði minna en venjulega og leið hræðilega. Ég var í raun mun heilbrigðari með aukakílóin.

  Það er ekki samasem merki milli heilbrigðar og granns líkama, sem og óheilbrigðar og feitari líkama

 • Guðrún

  Sammála Járngerði. Manneskja sem er feit þarf ekkert að líða neitt illa. Samfélagið getur aftur á móti rýrt lífsgæði manneskjunnar með því að segja henni sífellt að það sé eitthvað að henni. Að hún þurfi að „gera eitthvað í sínum málum“. Hún sé „óheilbrigð“.

  Enda kemur oft fram í viðtölum við offeita að hluti af vanlíðaninni sé samfélagið og viðhorf þess. Augngoturnar og kommentin séu einfaldlega of mikil og fólkið einangrar sig og borðar.

  Ein manneskjan lýsti því t.d hvernig horft væri á hana þegar hún færi í bíó og stæði í röð til þess að kaupa sér t.d popp og kók. Að fólki fyndist það ekki hæfa svo feitri manneskju. Og ég upplifði það t.d að fara að með manni í bíó sem kommentaði á eina slíka konu. Hvað hún væri nú að fá sér, henni veitti nú ekki af því að grenna sig frekar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com