Færslur fyrir ágúst, 2012

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Fimmtudagur 16.08 2012 - 12:58

Til þeirra sem gengur gott eitt til

    Aðeins tveimur dögum eftir að Íslendingar fjölmenntu niður í bæ til þess að taka þátt í gleðigöngunni og fagna réttindum samkynhneigðra og transfólks birtist þessi pistill á vinsælum dægurmálavef. Rúmlega 500 manns hafa gefið til kynna að þeim líki þessi skrif, sem sýnir líklega hversu skammt við erum á veg komin í mannréttindabaráttunni – tilhneiging […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:08

Fordómar eru fordómar

Fyrir líkamsvirðingarsinna sem enn hafa ekki kveikt á síðunni Jezebel.com er vert að vekja athygli á henni. Hér er um að ræða stórskemmtilega síðu með femínískum undirtón þar sem nokkrar eiturtungur leiða saman hesta sína við að gaumgæfa málefni líðandi stundar. Þar birtast gjarnan áhugaverðar hugleiðingar um útlitsdýrkun og fituhatur sem ættu að vera regluleg lesning þeirra […]

Fimmtudagur 02.08 2012 - 14:42

Fegurð og fjölbreytileiki

Þessi mynd er farin að rúlla um netið. Þetta er samanburður á herferð Dove snyrtivörufyrirtækisins, sem byggðist á því að sýna fegurðina í fjölbreytilegum vexti raunverulegra kvenna, og nýjustu herferð Victoria’s Secret nærfatarisans. Eins og andstæður þessara herferða væru ekki nógu augljósar þá dregur yfirskrift þeirrar síðarnefndu skýrt og greinilega fram að hér er ekki […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com