Færslur fyrir apríl, 2010

Föstudagur 30.04 2010 - 09:02

Fitufordómar meðal barna

Hér er frábært myndband frá Yale háskóla um fitufordóma meðal barna:

Fimmtudagur 22.04 2010 - 10:30

Feit börn í grimmum heimi

Þessi grein er fyrir ykkur sem eruð sannfærð um að barátta gegn offitu sé góð hugmynd. Fyrir ykkur sem teljið að feitt fólk sé alltaf afbrigðilegt og óheilbrigt—og það sé brýn nauðsyn að koma þeim í skilning um það. Það er alltaf gott að kynna sér málin frá öðrum hliðum. Það er til feitt fólk […]

Föstudagur 16.04 2010 - 13:00

Matarumhverfi barna

Þegar hugað er að matarvenjum barna skiptir máli hvernig umhverfi þeirra er uppbyggt, hvernig andrúmsloft ríkir á heimilinu og hvaða venjur ríkja í tengslum við neyslu matar. Hér á eftir fara nokkrir punktar um hvernig hægt er að skapa heilbrigt og afslappað matarumhverfi á heimilinu, sem auðveldar börnum að tileinka sér góðar matarvenjur og viðhalda […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 11:58

Fleiri furðulegar skýringar

Þetta er enn ein furðan. Hér er náungi sem heldur því fram að orsakir offitu liggi í því að fólk hlusti of mikið á líkama sinn, sem er ófær um að gefa rétt skilaboð í offituvænu umhverfi. Hann, eins og svo margir sem aðhyllast offitubaráttuna, telur að mannslíkaminn sé stöðugt svangur (gráðugur) og þess vegna […]

Þriðjudagur 06.04 2010 - 16:53

Viðtal við Katherine Flegal

Hér er áhugavert viðtal við Katherine Flegal, vísindakonu við CDC stofnunina í Bandaríkjunum, sem hefur verið afkastamikil í rannsóknum á heilsu og þyngd. Dr. Flegal kom til Íslands vorið 2008 og hélt fyrirlestur á málþingi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún fór yfir rannsóknarniðurstöður sínar, sem sýna m.a. að áætlanir um fjölda dauðsfalla sem […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com