Þriðjudagur 06.04.2010 - 16:53 - 1 ummæli

Viðtal við Katherine Flegal

KatherineHér er áhugavert viðtal við Katherine Flegal, vísindakonu við CDC stofnunina í Bandaríkjunum, sem hefur verið afkastamikil í rannsóknum á heilsu og þyngd. Dr. Flegal kom til Íslands vorið 2008 og hélt fyrirlestur á málþingi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún fór yfir rannsóknarniðurstöður sínar, sem sýna m.a. að áætlanir um fjölda dauðsfalla sem tengjast offitu hafa verið stórlega ýktar á undanförnum árum og að dánartíðni þeirra sem teljast „of þungir“ og jafnvel neðarlega í offituflokki er ekki hærri en þeirra sem eru í kjörþyngd.

Í viðtalinu ræðir Dr. Flegal um ýmislegt varðandi þyngdarþróun og samband þyngdar og dánartíðni en það hefur verið hennar helsta rannsóknarefni síðustu áratugina. Meðal annars nefnir hún að aldrei hafi í raun tekist að útskýra með fullnægjandi hætti þá miklu þyngdaraukningu sem átti sér stað upp úr áttunda áratug síðustu aldar, þótt ýmsar getgátur hafi verið settar fram í því sambandi og túlkaðar sem staðreyndir. Einnig minnist hún á að þrátt fyrir að þyngdaraukning almennings hafi orðið mun hraðari og meiri upp úr 1970 þá hafi líkamsþyngd verið að aukast mun lengur, að minnsta kosti alla 20. öldina. Að lokum nefnir Flegal að ýmis merki séu á lofti um að farið sé að hægja á þeirri þyngdaraukningu sem kom fram á síðustu áratugum 20. aldar og hafi tíðni offitu í Bandaríkjunum, þvert á það sem oft er talið, mikið til staðið í stað frá aldamótum.

Þess ber hins vegar að geta að myndin sem fylgir viðtalinu er alls ekki af Katherine Flegal. Hennar rétta andlit má sjá hér fyrir ofan.

Flokkar: Samband þyngdar og heilsu

«
»

Ummæli (1)

  • jón eggert

    Gaman að lesa pistla þína. Mín hugmynd er sú að ástæðan fyrir aukningu offitu uppúr 1970 í USA og uppúr 1980 á íslandi er bakteríu eða veirusýking. Að bakteria eða veira hafi byrjað að herja á mannkynið um þetta leyti. Veirur notfæra sér eins og þú veist erfðaefni hýsils síns til þess að fjölga sér. Við þessa notkun ruglast fruman og hýsillinn verður veikur. Oft er þassi ruglun ekki nógu mikil til þess að gera neitt. En í sumum tilfellum verður hýsillinn alvarlega veikur sbr nokkrar gerðir af krabbameini. Í einni rannsókn sem ég hef séð þá fitnuðu þeir sem var gefið skammt af ákveðinni tegund af ristilbakterium í matinn sinn. Það sem styrkir líka þessa kenningu mína er að fátækt fólk er feitara en ríkara fólk. Líklega vegna þess að máltíðir eru stopulli og ónæmiskerfi þeirra þá veikara. Til dæmis er feitasta borg í evrópu Tyrana í Albaníu þar sem lifnaðarhættir hafa lítið breyst í árhundruði og fólk er mjög fátækt. Líklega verður hægt að bólusetja gegn offitu eftir einhver ár. Allavega gegn offitu sem orsakast af veirum eða bakterium. Eftir að það verður gert þá stendur eftir fólk sem borðar of mikið (mér finnst líklegt að fjöldi þess sé ekki nema ör fá prósent af mannfjöldanum)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com