Færslur fyrir júní, 2009

Fimmtudagur 25.06 2009 - 20:00

Sund er allra meina bót

Sund er hin fullkomna heilsurækt. Það er ekki aðeins alhliða hreyfing sem stykir hjarta, lungu og alla helstu vöðvahópa líkamans, heldur eflir sundiðkun líka geðheilsuna betur en nokkur önnur hreyfing. Leyfið mér að útskýra. Sund býður upp á hreyfingu úti undir beru lofti mitt í hringiðu náttúruaflanna. Það eitt eflir andann. Það er ekki til […]

Fimmtudagur 18.06 2009 - 10:00

Ung, feit og frábær

  Fjallað var um líkamsvirðingu í þættinum Good Morning America fyrr í vikunni, þar sem m.a. var rætt við þekkta bloggara úr andspyrnuhreyfingu feitra og vísindakonu hjá Rudd stofnuninni við Yale háskóla sem rannsakar fitufordóma (sjá myndband).

Fimmtudagur 11.06 2009 - 00:30

Safakúrinn

Hakan á mér skall harkalega í gólfið þegar ég gekk inn í bókabúð um daginn og sá nýja megrunarbók í stöflum út um allt. Safakúrinn. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Ég sem hélt í einfeldni minni að fólk væri orðið svo lífsreynt í megrunarbröltinu að það þýddi ekkert að bjóða upp á […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com