Færslur fyrir flokkinn ‘Tíska’

Laugardagur 31.08 2013 - 13:48

Gallabuxur og mannréttindi

Þessi pistill undirstrikar af hverju barátta fyrir líkamsvirðingu er mikilvæg. Fólk mun alltaf koma í mismunandi stærðum – meira að segja ef allir lifðu heilbrigðu og góðu lífi. Fjölbreytileiki mun alltaf einkenna hæð og þyngd fólks og við verðum að fara að skilja það. Jafnvel ef fólk grennist við að breyta lífsháttum sínum þá er það ekki […]

Föstudagur 26.10 2012 - 20:15

Klikkuð tækifæri fyrir ungar stúlkur

Í gær var frumsýnd heimildarmyndin Girl Model í Bíó Paradís, sem segir frá óhugnarlegum heimi barnungra fyrirsæta tískuiðnaðarins. Þessi mynd veitir innsýn inn í veröld, sem marga grunar eflaust að geti verið til, en fæstir gera sér í hugarlund hversu slæm er í raun og veru. Þetta er veröld sem einkennist af vinnuþrælkun, hörku og virðingarleysi, […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Laugardagur 19.11 2011 - 09:45

Siglt undir fölsku flaggi

Góð vinkona benti mér á konu að nafni Nancy Upton. Nancy þessi ákvað að taka þátt í keppni á vegum bandaríska tískuvörurisans American Apparel en þeir stóðu fyrir auglýsingaherferð þar sem þeir ákváðu að auka úrvalið í verslunum sínum og bjóða upp á „plus-size“ föt, það er föt fyrir konur sem nota stærri flíkur en […]

Þriðjudagur 11.01 2011 - 13:21

Barnatíska

Hér gefur að líta heldur óhugnanlegan „tískuþátt“ í franska Vogue þar sem litlar stelpur eru einu fyrirsæturnar. Sú gagnrýni hefur farið hátt í fjölda áratuga að tískuveröldin haldi á lofti skaðlegum útlitsstöðlum sem byggi á alltof grönnum og alltof ungum stúlkum. Hefur þessi einhliða sýn á kvenlega fegurð m.a. verið tengd við samkynhneigð karlkyns fatahönnuða, […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com