Færslur fyrir flokkinn ‘Fitufordómar’

Fimmtudagur 19.02 2015 - 14:30

Að vera eða vera ekki byrði á þjóðfélaginu

    Nýlega varð ég vitni að umræðuþræði á netinu þar sem fólk viðraði áhyggjur sínar af heilbrigðiskerfi Íslendinga og hinum gríðarlega kostnaði sem það taldi fylgja því. Eftir þúfur og þras meðal þátttakenda var niðurstaðan sú að íslenska heilbrigðiskerfið væri alls ekki svo kostnaðarsamt samanborið við önnur lönd, hins vegar væri feitt fólk að […]

Þriðjudagur 03.02 2015 - 19:34

Birtingarmynd fitufordóma hjá börnum vs. fullorðnum

Ég rakst á grein um daginn, aðsendan pistil inn á bleikt.is. Þar talar hún Sædís Inga Ingimarsdóttir um einelti sem hún varð fyrir á grunnskólaárunum sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna holdafars síns. Hún vísar til þess að oft virðist sem holdarfar sé gild ástæða til eineltis og rifjar upp hvernig hún var […]

Sunnudagur 18.01 2015 - 22:16

Hvers vegna er The Biggest Loser umdeilt sjónvarpsefni?

  Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að sýningar á annarri seríu af The Biggest Loser Ísland eru að hefjast. Á nánast öllum strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu eru skilaboðin skýr: „Baráttan heldur áfram“. The Biggest Loser þættirnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og breiðst út um heiminn þannig að í dag eru staðbundnar útgáfur af […]

Þriðjudagur 10.06 2014 - 21:13

Fitubollurnar – taka tvö!

Hæ Teitur! Ég verð að segja að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með þig í dag þegar þú birtir pistilinn þinn í Fréttablaðinu. Þar varaðirðu við þróun ofþyngdar, offitu og aukakvillum hennar sem eru vísar til að “fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins”. Tilefnið var sú “skelfilega þróun” sem ráða mátti úr tölum sem birtust nýlega […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 18:25

Yfirlýsing vegna Biggest loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna: Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir […]

Föstudagur 07.02 2014 - 17:49

Opið bréf til RÚV og Stúdíó Sýrlands

Kæra RÚV og Stúdíó Sýrland, Ég hef séð ýmislegt um dagana og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að fitufordómum. Ég veit vel að við lifum í fitufóbísku samfélagi þar sem niðrandi athugasemdir um feitt fólk og stöðugt tal um megrun er sjálfsagður og lítt gagnrýndur hluti af menningunni. Ég hef lesið fjöldann allan […]

Mánudagur 14.10 2013 - 20:35

Fordómavekjandi umfjöllun fjölmiðla um offitu

Ég hef stundum verulegar áhyggjur af fréttaflutningi um offitu og hvernig hann hefur áhrif á líkamsmynd fólks og viðhorf gagnvart feitu fólki. Í fjölmiðlum hafa fréttir af „offitufaraldri“ aukist til muna síðan á 9. áratugnum. Fjölmiðlum finnst viðeigandi að nota orð sem í fortíðinni hefur verið notað yfir banvæna smitsjúkdóma eins og svarta dauða eða […]

Sunnudagur 28.07 2013 - 15:40

Félagslegt misrétti í nafni heilbrigðis

Í gær sagði fréttastofa BBC frá því að vísa ætti suður-afrískum manni úr landi í Nýja-Sjálandi fyrir þær sakir að vera feitur. Þessi maður vegur 130 kíló en þegar hann kom fyrst til landsins var hann 160 kg. Hann hafði því grennst um 30 kg. frá árinu 2007. Tekið var fram í fréttinni að þyngd mannsins […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 21:10

Hvað næst? Mannréttindi?

  Fyrir nokkrum vikum sendu Samtök um líkamsvirðingu erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mikilvægi þess að holdafar verði nefnt meðal þeirra atriða sem talin eru upp undir ákvæði um jafnræði í nýrri stjórnarskrá Íslendinga. Í dag var fjallað um málið á vef Morgunblaðsins og fyrsta athugasemdin við fréttina var: HVAÐ KEMUR EIGINLEGA NÆST??? […]

Laugardagur 13.10 2012 - 12:54

Alvöru birnir

Hér er hugljúft fitufordómamyndband sem teflt er fram gegn jólaherferð kókakóla þar sem hamingjusamir ísbirnir drukku kók og höfðu það kósí. Þessu myndbandi er ætlað að sýna skuggahliðar gosneyslunnar og benda á að gos gerir fólk ekki hamingjusamt heldur óheilbrigt. Það er allt gott og blessað enda inniheldur gos enga næringu en fullt af sykri […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com