Föstudagur 07.02.2014 - 17:49 - 43 ummæli

Opið bréf til RÚV og Stúdíó Sýrlands

grettir

Kæra RÚV og Stúdíó Sýrland,

Ég hef séð ýmislegt um dagana og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að fitufordómum. Ég veit vel að við lifum í fitufóbísku samfélagi þar sem niðrandi athugasemdir um feitt fólk og stöðugt tal um megrun er sjálfsagður og lítt gagnrýndur hluti af menningunni. Ég hef lesið fjöldann allan af rannsóknum sem staðfesta hversu algengir og rótgrónir fitufordómar eru í vestrænum samfélögum og ég veit að þeir eru allsstaðar. Ég veit að fólki er mismunað í vinnu og skóla vegna holdafars síns, ég veit að feitt fólk fær verri þjónustu en grannt fólk og mætir fordómum í heilbrigðisþjónustu. Ég veit að stríðni vegna holdafars er ein algengasta tegund eineltis sem börn verða fyrir í skólum. Og ég veit að fjölmiðlar eru gegnsýrðir af fitufordómum.

Eins og ég segi – þá er ég mjög meðvituð um þessa stöðu og það þarf mikið til að slá mig út af laginu. En það tókst ykkur um daginn. Þann 3. febrúar síðastliðinn var sýndur þáttur í barnatíma RÚV um köttinn Gretti. Þátturinn hét  „Slegist við vigtina“ og þar komu fram einhverjir mest sláandi fitufordómar og megrunarviðhorf sem ég hef á ævi minni séð í barnaefni. Nánast hver einasta setning í þættinum fól í sér annað hvort niðurlægjandi athugasemdir eða megrunarskilaboð. Hér eru nokkur brot:

 • „Það er ekkert að honum. Ekkert nema þyngdin auðvitað.“
 • „Ef hann þyngist meira þarf ég lyftara til að gera þetta.“
 • „Missa eitt kíló strax, helst fyrir vikulok.“
 • „Fara á heilsuhæli: Þeir setja hann á strangan, fitulausan kúr.“
 • „Velkomin á kattaheilsuhæli Möggu, besta heilsustað í heimi fyrir lata og feita ketti…“
 • „Hann var svo feitur að þegar hann þurfti að fara frá stofunni inn í eldhús þá tók hann leigubíl.“
 • „Farðu með vigtina heim svo þú getir fylgst með árangrinum.“
 • Alltaf er verið að vigta Gretti og vigtin bregst við með niðrandi athugasemdum: „Ái, farðu af mér, þú níðþungi stampur af pasta og klístri“, „Ef þú þyngist aðeins meira ferðu að minna á póstnúmer“…
 • Borðar eina baun í kvöldmat.
 • Stöðugt talað um að missa kíló.
 • „Amma mín hleypur hraðar en þetta.“
 • „Hlunkur. Feitabolla.“
 • „Meira að segja skvapið á þér er feitt.“
 • „Þú ert svo feitur að þegar þú stígur á vigt segir hún: „Bara einn í einu“
 • „Ég verð að létta mig!“

Þessi þáttur er ætlaður yngstu kynslóðinni. Ætla má að áherfendur séu flestir á bilinu 3ja til 10 ára. Ég verð því að spyrja: Staldraði einhver við í þessu ferli til þess að velta fyrir sér hvort þessi þáttur væri í alvöru útsendingarhæfur? Þessi þáttur var ekki bara keyptur (af ríkisstofnun, sjónvarpi allra landsmanna, fyrir almannafé) og sendur út í blindni. Nei, þessi þáttur, eins og allt talsett barnaefni, fór í gegnum alveg heljarinnar ferli sem hefði, meðal fullorðins fólks með snefil af siðferðisvitund, átt að vekja upp spurningar sem hefðu átt að leiða til þess að þessi þáttur kæmist aldrei í loftið.

Að talsetningu þessa þáttar komu minnst tíu fullorðnir einstaklingar. Fyrst þýðandi – sem hefði átt að staldra við ef allt væri með felldu, hringja í RÚV og segja þeim að þessi þáttur sé einfaldlega ekki sýningarhæfur – og svo heilt teymi leikara, leikstjóra og tæknimanna, sem tóku upp þennan viðbjóð í góðu stuði. Stoppuðu orðin ekkert í hálsinum á ykkur, Siggi Sigurjóns, Hjálmar, Sigríður og þið hin? Hafið þið eitthvað kynnt ykkur starf kollega ykkar, Stefáns Karls, í tengslum við einelti barna? Eða tengduð þið bara ekki saman punktana? Hvað með þig, Rósa Guðný? Læddust engar hugsanir að þér við leikstjórnina um að þessi þáttur ætti ekkert erindi við börn? Hringdi einhver ykkar upp á RÚV og  lét umsjónarmenn dagskrárgerðar vita að þessi þáttur ætti aldrei að fara í sjónvarpið? Ég veit að það er ekki ykkar að ráða dagskrárgerð hjá RÚV en létuð þið eitthvað í ykkur heyra eftir að hafa farið svona rækilega yfir handritið?

Kannski eruð þið bara of vön því að talsetja fitufordómafullt barnaefni að þið eruð löngu hætt að taka eftir merkingu þess sem þið eruð að segja – ef þið föttuðuð það einhverntíman. En það er ágætt að staldra við og íhuga að það eru feit börn í áhorfendahópnum sem þið eruð að talsetja fyrir. Meira að segja börn sem hafa orðið fyrir einelti og þurft að þola þessi uppnefni, sem þið lesið inn á myndirnar, í sínu persónulega lífi. Hvernig ætli þeim líði þegar þau setjast fyrir framan sjónvarpið og heyra þessa endursögn á eineltinu í búningi skemmtiefnis sem allir eiga að hlæja að?

Ég get alveg lofað ykkur að mörgum börnum hefur liðið illa undir þessum þætti. Þau hafa farið að velta eigin holdafari fyrir sér og upplifað skömm. Ef þau hafa þegar upplifað einelti vegna útlits síns þá hefur þessi þáttur vakið upp sárar minningar. Öll börn sem horfðu á þennan þátt hafa fengið staðfestingu á því að feitt fólk er hópur sem ber að líta niður á og gera grín að. Ef eitthvert hrekkjusvínið hefur skort orðaforða eða hugmyndir til að níðast á feitum jafnöldrum sínum þá hefur sá hinn sami staðið upp með skotfærasafnið sitt ríkulega hlaðið. Þetta var eins og verkfærakista fyrir gerendur eineltis. Heill þáttur sem fjallaði eingöngu um fitufordóma án svo mikils sem andrýmis á milli skothríða.

Börnin sem horfðu á þennan þátt munu líka hafa lært að ef þú ert (eða heldur að þú sért) feitur þá áttu að fara í megrun. Megrun er áhættuhegðun meðal barna. Hvernig dettur fólki í hug að senda út barnaefni sem elur á slíkum hugmyndum? Samfélagslegar áherslur um megrun og þyngdartap auka líkur á því að börn þrói með sér neikvæða líkamsmynd og alvarlega geðræna kvilla eins og þunglyndi og átraskanir. Yngsta barnið sem hefur verið lagt inn á spítala hér á landi vegna átröskunar var 9 ára. Á hverju ári veikjast tugir ungmenna og rannsóknir sýna að heil 15% stúlkna í íslenskum framhaldsskólum uppfylla greiningarviðmið fyrir átröskun samkvæmt skimunarprófi.

Þetta er alvarleg staða og fjölmiðlar bera ríka ábyrgð á því að viðhalda þessu ástandi. Fjölmiðlar móta hugsun okkar, lífsgildi og viðhorf og börn eru þar viðkvæmasti hópurinn. Ég er móðir þriggja barna og hef sjaldan horft á barnatíma með þeim án þess að þar komi fyrir að minnsta kosti einn fitubrandari. Það er erfitt að ala upp börn með heilbrigða líkamsmynd og virðingu fyrir fjölbreytileika í dag. Þið verðið að hjálpa til.

Ég veit að það er langsótt, kæra RÚV og Stúdíó Sýrland, af því þið eruð búin að vera í þeim bransa að útsetja og senda út fitufordómafullt barnaefni í mjög langan tíma, en ég vona að mér hafi tekist að kveikja pínulítið ljós í huga ykkar. Ég vona að næst þegar þið kaupið inn eða talsetjið barnaefni þá veltið þið innihaldinu fyrir ykkur. Mynduð þið kaupa inn teiknimyndaþáttaseríu sem elur á kynþáttafordómum? Mynduð þið talsetja barnaþætti um yfirburði karlmanna gagnvart konum? Ég vona að næst þegar þið þurfið að þýða orð sem útleggjast sem „hlunkur“ eða „spikklessa“, þá staldrið þið við og veltið fyrir ykkur hvort þið viljið taka þátt í þessu. Ég vona að næst þegar þið þurfið að lesa inn orðið „fitubolla“, þá hugsið þið „halanegri“, „hommatittur“ eða „kerlingartussa“, og pælið svo í því hvort þið mynduð vilja að börnin ykkar horfðu á barnaefni sem angaði af slíkri mannfyrirlitningu? Ef ekki, látið þá fólkið sem er að kaupa af ykkur þessa vinnu vita. Segið þeim að það sem þau eru að fara að sýna börnum sé ekki í lagi.

 

Flokkar: Fitufordómar · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (43)

 • ÆÆÆi …hvað erum við ekki búin að þekkja Gretti í mörg ár
  Afhverju í ósöpunum ætti þetta að skaða börnin alltíeinu núna ?? Þetta er jú bara köttur….vertu pínu raunsæ
  Ég hef alveg komið ósködduð út úr aðdáun mína á Gretti…hann er bara sætur..kaldhæðin…latur köttur…sennilega geldur 🙂
  Þetta er nú bara móðursýki…hringja í Ruv og gera allt vitlaust…..en ekki blaðið sem er með myndasögu um Gretti á hverjum degi ??
  Þessi skrif eru bara svo út í hött….slaka aðeins á …..við erum að tala um KÖTT….og óþarfi að missa sig svona út af því…og ef að við erum alltíeinu að breyta Gretti í brjálaðan líkamsræktar kött…þá hafa börnin bara engan áhuga….þetta er bara ekki fyndið lengur……bara saga um áráttuhegðun í megrun á KETTI
  Ef að þú heldur að börn skilji þetta sem skilaboð um að fara í megrun…þá held ég að þú vanmetir skilning barna á teiknimyndum
  Þeim finnst þetta fyndið…afþví að þetta er KÖTTUR
  Hvað með Tomma og Jenna ?? eða ertu kanski með facebook grúbbu sem talar um það andlega sjokk sem börn urðu fyrir og eru akkúrat núna að beita ofbeldi vegna áhrifa þeirra
  Þetta er sko alveg komið út í öfgar eins og þú skrifar…síðasta kynslóð …samkvæmt þessu….hafði enga „verndara “ að vera bæði fjöldamorðingjar og með stóra prósentu sjálfsvíga…annaðhvort vegna boðskapar teiknimynda eða eineltis útfrá teiknimyndum
  Einelti á sér svo miklu dýpri rætur en teiknimyndir um ketti og mýs
  Bara að benda þér á það
  Kv
  Laufey

 • kristín

  Æi Laufey, ég er eiginlega sammála þér.. þetta er teiknimynd,, um kött,, latan, já vel alinn, geldan fresskött… (fresskettir fitna oft eftir geldingu)! Ég veit ekki til þess að ég eða nokkur annar í mínu umhverfi hafi skaðast gríðarlega við áhorf og lestur þessa stórkostlega skemmtilega karakters sem Grettir er. Og einmitt hvað með Tomma og Jenna? Ætti ekki bara að banna þá með öllu vegna gríðarlegs ofbeldis sem þar er að finna í hverjum einasta þætti!!!!!
  þessi ritskoðun á öllu í okkar nánasta umhverfi er eiginlega komin útí hött,, Eigum við ekki frekar að uppfræða börnin okkar um það að vera góð við dýrin, skaða þau ekki, né hvort annað.
  Leyfum börnunum að horfa á þennan elskulega úrilla, kaldhæðna fress lengur, það er ekkert þarna sem getur skaðað krakkana okkar.. Heldur er það móðursýkin í okkur fullorðna fólkinu sem kemur svona fram sem skaðar þau meira…

 • Þetta er ekki spurning um hvort þetta sé köttur eða einhver önnur teiknimyndapersóna heldur er þetta spurning um orðaforðann sem börnin okkar læra. Er í lagi að segja við aðra að þeir séu fituhlunkar? Við getum leyft nostalgíunni að stjórna og horfa í gegnum fingur okkur með Gretti því við höldum að við séum ekki sködduð eftir að hafa horft á hann. Er það ekki kannski þess vegna sem við sjáum ekki hvað þetta er rangt? Er það ekki kannski þess vegna sem fitufordómar hafa fengið að grassera í samfélaginu, af því að við ólumst upp við að horfa á þetta efni? Ef við viljum að börnin okkar alist upp með Gretti þá er allavega eins gott að við ræðum við börnin á meðan horft er á þetta, ræðum hvað það sé rangt að uppnefna fólk eftir því hvernig það er vaxið. Við erum öll mismunandi en engu að síður öll jafn mikilvæg!

 • Það skiptir ekki máli hvort þetta er köttur eða eitthvað annað! Í teiknimyndum eru dýrin persónugerð og börn samsama sig við þau. Svona skilaboð eru óásættanleg og alveg furðuleg vinnubrögð þarna….. Þegar umræða um einelti er eins áberandi og nú er þá eru svona skilaboð fáránleg – svo ekki sé meira sagt! Eitt skref áfram og tvö afturábak…….

 • Eydís Hörn

  Ég held svo sem ekki að börnin tengi fituna á Gretti við fituna á sér eða félögum sínum en ég er sammála þessu með orðaforðann og ekki bara í Gretti heldur almennt. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki setið fast yfir teiknimyndunum sem sonur minn horfir á og sýp stundum hveljur yfir orðaforðanum sem þær skilja eftir sig. Orð, setningar og stundum heilu samtölin eru endurtekin og ekki endilega á heppilegum stöðum. Sumt er fyndið og krúttlegt en annað er eitthvað sem þú vilt ekki heyra barnið þitt segja í hópi fólks. Ég er mjög hissa á orðum sem fá að fara í gegn, ég veit að þetta er þýðing en það má vel setja einhver viðmið og sleppa þeim þáttum sem fara yfir línuna.

 • Gísli Felix

  Ég tek algerlega undir hvert einasta orð. Hringja engar viðvörunarbjöllur í fólki sem vinnur við talsetningu?
  Grettir í sjálfu sér er ekkert slæmur heldur er það þessi eini þáttur. Sjálfur hef ég ekki orðið var við neitt slæmt frá þessari persónu en það getur alltaf komið þessi eini þáttur.

  Laufey skrifaði hér að ofan:
  „Ef að þú heldur að börn skilji þetta sem skilaboð um að fara í megrun…þá held ég að þú vanmetir skilning barna á teiknimyndum“.
  Þvert á móti er ég á því að þú ofmetir skilning þeirra á teiknimyndum. Eins og María benti á réttilega hér að ofan skiptir ekki máli hvort um kött, hamstur eða manneskju sé að ræða. Grettir er persónugerður og talar, hugsar, étur og hreyfir sig sem mennskur væri. Þ.a.l. samsama krakkar sig við hann og geta tekið inn á sig það sem um hann er sagt.

  Svona orðbragð á ekki að koma fram í efni ætluðu börnum. Það er enginn að gera úlfalda úr mýflugu eða búa til storm í vatnsglasi. Þetta á ekki að líðast.

  Varðandi eftirfarandi setningu í þessu bréfi:
  „Mynduð þið talsetja barnaþætti um yfirburði karlmanna gagnvart konum?“
  Eru ekki óteljandi margir barnaþættir einmitt litaðir af þessum viðhorfum? Hversu oft sjáum við konur í klípu og þá kemur hetjan (karlkyns) til bjargar?
  Þetta er svo sem efni í nýja umræðu sem ég ætla ekki lengra með. Langaði bara að varpa þessari vangaveltu fram 😉

  – Gísli Felix.

 • Skondið að sumir vilji bera þetta saman við Tomma og Jenna. Ef þið rýnið aðeins í þá þætti þá getið þið eflaust séð að þar er fjallað um valdeflingu hins litla gagnvart hinum stóra og jú, þrátt fyrir gengdarlaust ofbeldi og barsmíðar og jafnvel eina og eina dínamít-túbu, myndi ég segja að það væri boðlegra en þessi nútímaútgáfa af teiknimyndunum á Gretti sem allajafna lýsa fyrirlitningu og vonlausu ástandi.
  Ég er alveg sammála að teiknimyndir eru teiknimyndir en í T&J er að minnsta kosti ekki talað og orðræðan því aldrei á þá leið að litla músin sé t.d. aumingi, horrindill, vesalingur og þar fram eftir götunum.

 • Ingibjörg

  Kæra fólk sem telur að það að saklausar teiknimyndir með boðskap hafi ekki áhrif á börn. Margt barnaefni inniheldur fullorðinshúmor og Grettir er gott dæmi um slíkt. Barnaefni sem inniheldur ekki fullorðinshúmor er leiðinlegt, EN börn læra orðfæri og hegðun af því sem þau horfa á, því að þau yfirfæra þekkingu á milli svæða það er staðreynd. Ég er leikskólakennari og svo sannarlega sé ég og heyri hegðun sem börn hafa lært af barnaefni, s.s. orð, högg, spörk, hálstak, o.fl. Sem betur fer heyri ég líka og sé jákvæða hegðun sem þau hafa lært úr barnaefni sem og ýmiskonar fróðleik. Börn læra af barnaefni og því skildi vanda sig í þeim efnum sem og öðru sem snýr að börnum. Börn eru mjög opin fyrir því að læra af umhverfi sínu, vanmetum það ekki! Að halda þvi fram að fullorðnir hafi ekki skaðast af þvi sem við höfum séð og heyrt í barnaefni í gegn um árin, höfum við ekki öll séð dæmi um hvernig fólk í dag leyfir sér að tala og rita t.d. á kommentakerfum og annarsstaðar og margir segjast bara vera svo hreinskilnir og leyfa sér að segja alls konar hluti í skjóli þess. Þetta finnst mér vera umhugsunarvert. Góð grein og vekur svo sannarlega til umhugsunar.
  kveðja
  Ingibjörg

 • Hermann.

  Takk fyrir góða grein Sigrún.

 • Kristín

  Ég er búin að ala upp 5 börn sem eru í dag á aldrinum 5-25 ára, þ.a. 2 í mikilli yfirþyngd og hef þetta að segja:
  Húmor fyrir sjálfum sér og lífinu er jafn nauðsynlegur og samkennd og umburðarlyndi. Kenningasleikjuháttur og skortur á raunsæi finnst mér allt of oft taka pláss frá góðri og gagnrýninni (rýni til gagns) umræðu sem ætti alltaf að eiga rétt á sér og vera af hinu góða. Við eignum okkur skoðanir og rökfærslur annarra án þess að setja í raunverulegt samband við okkar eigið líf og skiljum jafnvel ekki megin inntak eða tilgang umræðunnar, sem snýst oftar en ekki upp í það að vettvangur fyrir einhvers konar öfgakennda \“ræðukeppni\“ og ritdeilur.
  Tískufyrirmyndir, tónlistarmyndbönd, hetjur bíómyndanna…. ég leyfi mér að efast um að Miley Cyrus, Rihanna og Justin Bieber séu svona eins og þau eru í dag vegna þess að þau horfðu á Garfield!!

 • Steinunn Aldís Einarsdóttir

  Góð grein og alveg þess virði að hugsa um.
  Kristín það er trúlega rétt hjá þér að Miley Cyrus, Rihanna og Justin Bieber urðu ekki svona af því að horfa á Gretti, líklegra að það sé vegna þess að þau sem börn, eru sett í aðstæður sem flest börn ráða ekki við.

 • I just want to say I’m new to weblog and certainly loved you’re blog site. Very likely I’m want to bookmark your website . You amazingly have outstanding well written articles. With thanks for sharing your webpage.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

 • I was happy to read your post on – Gulvafslibning | Kurt Gulvmand.

 • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

 • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • It’s really a great and useful piece of information. I’m satisfied that you simply shared this helpful information with us. Please stay us informed like this. Thank you for sharing.

 • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

 • Undeniably believe that which you stated. Your favorite reason seemed to be on the net the simplest thing to be aware of. I say to you, I definitely get annoyed while people think about worries that they plainly do not know about. You managed to hit the nail upon the top and also defined out the whole thing without having side effect , people could take a signal. Will probably be back to get more. Thanks

 • I got what you mean , thankyou for posting .Woh I am delighted to find this website through google. „Don’t be afraid of opposition. Remember, a kite rises against not with the wind.“ by Hamilton Mabie.

 • Hello, Neat post. There is an issue with your web site in internet explorer, might check this¡K IE still is the market chief and a huge part of other folks will pass over your great writing because of this problem.

 • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

 • Its like you read my mind! You seem to know a lot about this, like you wrote the book in it or something. I think that you can do with some pics to drive the message home a bit, but other than that, this is wonderful blog. A great read. I’ll certainly be back.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • I went over this web site and I believe you have a lot of excellent info, saved to favorites (:.

 • You could definitely see your skills in the paintings you write. The sector hopes for more passionate writers like you who aren’t afraid to mention how they believe. At all times follow your heart. „The only way most people recognize their limits is by trespassing on them.“ by Tom Morris.

 • You actually make it seem so easy with your presentation but I find this topic to be actually something which I think I would never understand. It seems too complicated and very broad for me. I’m looking forward for your next post, I’ll try to get the hang of it!

 • Thanks for sharing superb informations. Your web site is so cool. I’m impressed by the details that you have on this website. It reveals how nicely you perceive this subject. Bookmarked this website page, will come back for more articles. You, my pal, ROCK! I found simply the information I already searched all over the place and just could not come across. What an ideal site.

 • Hello there, You have done an excellent job. I will definitely digg it and personally suggest to my friends. I am sure they will be benefited from this site.

 • hey there and thank you for your info – I have definitely picked up anything new from right here. I did however expertise several technical issues using this web site, as I experienced to reload the web site lots of times previous to I could get it to load properly. I had been wondering if your web host is OK? Not that I am complaining, but slow loading instances times will sometimes affect your placement in google and could damage your high quality score if ads and marketing with Adwords. Anyway I’m adding this RSS to my email and could look out for a lot more of your respective intriguing content. Ensure that you update this again soon..

 • Wonderful work! That is the kind of information that should be shared around the net. Disgrace on the seek engines for not positioning this submit upper! Come on over and discuss with my site . Thank you =)

 • Pretty nice post. I just stumbled upon your blog and wanted to say that I’ve truly enjoyed browsing your blog posts. In any case I will be subscribing to your rss feed and I hope you write again very soon!

 • I merely want to share it with you that I am new to blogging and absolutely enjoyed your article. More than likely I am going to store your blog post . You truly have impressive article materials. Appreciate it for telling with us your main blog page

 • IMSCSEO is a SG SEO Contractor constructed by Mike Koosher. The aim of IMSCSEO.com is to present SEO services and help singapore small businesses with their Search Engine Optimization to help them climb the ranking of Google and yahoo. Visit us @ imscsseo.com

 • Thanks for the sensible critique. Me and my neighbor were just preparing to do some research on this. We got a grab a book from our local library but I think I learned more clear from this post. I am very glad to see such fantastic info being shared freely out there.

 • MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !

 • Heya there, just became familiar with your wordpress bog through yahoo, and have found that it’s truly beneficial. I will like in the event you carry on such.

 • Wow! This could be one particular of the most helpful blogs We’ve ever arrive across on this subject. Actually Wonderful. I’m also a specialist in this topic therefore I can understand your effort.

 • hello there and thank you for your info – I have certainly picked up anything new from right here. I did however expertise a few technical points using this web site, as I experienced to reload the website lots of times previous to I could get it to load properly. I had been wondering if your web hosting is OK? Not that I’m complaining, but slow loading instances times will sometimes affect your placement in google and can damage your high quality score if ads and marketing with Adwords. Well I’m adding this RSS to my email and could look out for much more of your respective intriguing content. Make sure you update this again soon..

 • I just could not depart your web site before suggesting that I actually loved the usual info a person supply for your visitors? Is gonna be again ceaselessly in order to investigate cross-check new posts

 • Great work! This is the kind of info that are meant to be shared across the web. Disgrace on the search engines for now not positioning this publish upper! Come on over and talk over with my web site . Thanks =)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com