Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsvirðing’

Þriðjudagur 09.06 2015 - 07:03

Leikskólar fá gefins barnabók um líkamsvirðingu

Kroppurinn er kraftaverk – líkamsvirðing fyrir börn kom út fyrir ári síðan á Degi líkamsvirðingar þann 13. mars 2014. Hún er skrifuð með það að markmiði að efla jákvæða líkamsmynd barna, umhyggju þeirra fyrir líkama sínum og virðingu fyrir líkömum annarra. Bókin er hugsuð fyrir börn á aldrinum 3-7 ára en fjölmargir foreldrar, kennarar, afar og […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 16:25

Líkamsvirðingarbarátta í áratug

Á morgun, 13. mars, er Dagur líkamsvirðingar. Þessi dagur er mikill örlagadagur í sögu líkamsvirðingar því á þessum degi árið 2009 var fyrsta bloggfærslan send út af líkamsvirðingarblogginu undir yfirskriftinni „Slagurinn er hafinn“ og þremur árum síðar – án þess að nokkur hefði áttað sig á tengslunum á þeim tímapunkti – voru Samtök um líkamsvirðingu […]

Laugardagur 13.09 2014 - 11:27

Útlitstal

Ég var stödd á fimleikaæfingu með syni mínum þegar ég varð vitni að eftirfarandi samtali milli móður og sonar: „Mamma ég er þreyttur má ég ekki bara fara núna?“ Móðirin svarar: „Nei, viltu ekki klára æfinguna, þú verður ekki sterkur eins og fimleikaþjálfararnir nema með því að vera duglegur á æfingum. Sjáðu þjálfarana þína, sérðu […]

Mánudagur 10.03 2014 - 09:42

Dagur líkamsvirðingar 13. mars

  Samtök um líkamsvirðingu hafa valið næstkomandi fimmtudag, 13. mars, sem sinn árlega baráttudag. Samtökin voru stofnuð þennan dag árið 2012 og án þess að við hefðum haft hugmynd um það á þeim tíma er þetta sami dagur og fyrsta bloggfærslan var send út af líkamsvirðingarblogginu árið 2009. Þetta er því örlagadagur í sögu líkamsvirðingar […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 18:25

Yfirlýsing vegna Biggest loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna: Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir […]

Þriðjudagur 04.02 2014 - 00:36

Stríðni vegna holdafars

Ég starfaði í nokkur ár sem námsráðgjafi í grunnskóla. Í skólanum komu oft upp mál er snertu líðan nemenda, félagstengsl, stríðni og nám. Í skólanum vann ég verkefni  í tengslum við stríðni vegna holdafars sem mig langar að deila með ykkur. Kennari hafði áhyggjur af stríðni meðal nemendanna vegna holdafars eins þeirra. Stríðnin virtist hafa slæm áhrif […]

Föstudagur 18.10 2013 - 16:08

Saumaklúbburinn

Ég sit og spjalla við vinkonur mínar, við njótum yndislegra rétta sem ein hefur útbúið og boðið upp á í saumaklúbbnum. Umræðuefnið spannar vítt svið, frá kennslu, fjármálum, uppeldi, strákum og fleira. Eitt umræðuefni virðist þó ná athygli okkar allra og virðumst við allar hafa eitthvað til málanna að leggja, en það eru aukakílóin eða […]

Mánudagur 07.10 2013 - 10:40

Á að segja börnum að þau séu of feit?

Ég lenti í samræðum um þetta um daginn. Ef börn eru of feit, af hverju má ekki segja þeim það? Hvernig á eiginlega að tala við börn um holdafar? Á að telja öllum börnum trú um að þau séu grönn? Það er flókið og erfitt mál að ræða holdafar í dag vegna þess að holdafar […]

Laugardagur 21.09 2013 - 18:41

Er baráttan fyrir líkamsvirðingu loks farin að bera sýnilegan árangur?

Haust eru yfirleitt álitinn tími breytinga. Þá verða árstíðaskipti og veturinn fer að láta sjá sig með kólnandi veðri. Að loknu sumarfríi sest fólk aftur á skólabekk, sumir jafnvel í fyrsta skipti. Sumir setjast EKKI á skólabekk í haust í fyrsta skipti á sinni löngu ævi. Þetta á meðal annars við um mig en ég […]

Laugardagur 31.08 2013 - 13:48

Gallabuxur og mannréttindi

Þessi pistill undirstrikar af hverju barátta fyrir líkamsvirðingu er mikilvæg. Fólk mun alltaf koma í mismunandi stærðum – meira að segja ef allir lifðu heilbrigðu og góðu lífi. Fjölbreytileiki mun alltaf einkenna hæð og þyngd fólks og við verðum að fara að skilja það. Jafnvel ef fólk grennist við að breyta lífsháttum sínum þá er það ekki […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com