Færslur fyrir mars, 2010

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Þriðjudagur 23.03 2010 - 09:55

Flottar konur í öllum stærðum

Ef einhver skyldi hafa misst af flottri færslu pjattrófa í gær þá má lesa hana hér. Bendi sérstaklega á myndirnar sem fylgja, fengnar úr nýjasta hefti V-Magazine, þar sem kemur glögglega í ljós að fegurð og þokki geta birst  í öllum stærðum og gerðum. Mikið verður gaman að lifa þegar það verður loksins viðurkennt! Jei!

Sunnudagur 21.03 2010 - 18:10

Meira um offituherferð Obama

Hér fyrir neðan má lesa áhugaverða grein um offituherferð Michelle Obama þar sem farið er yfir helstu áhersluatriði forsetafrúarinnar í þessu framtaki: Að eitt af hverjum þremur börnum sé of þungt eða of feitt, að tíðni offitu meðal barna hafi þrefaldast í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, og að börnin í dag eigi á hættu […]

Miðvikudagur 17.03 2010 - 09:07

Hvað er offita?

Ég er ekki viss um að allir átti sig fyllilega á því við hvað er átt þegar talað er um ofþyngd og offitu. Ég veit að ég gerði mér litla grein fyrir hvað þessi orð þýddu áður en ég fór að kynna mér málið. Auðvitað hafði ég sterka ímynd í höfðinu sem poppaði upp í […]

Föstudagur 12.03 2010 - 14:59

Um líkamsvöxt og líkamsmynd

Skelfilega grunnhyggin umfjöllun um holdafar og líkamsmynd birtist í DV í dag sem undirstrikar vel þá meinloku sem ríkir um þessi mál. Rætt er við Dr. Ársæl Arnarsson, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem sýnir að líkamsmynd íslenskra unglinga er ekki upp á marga fiska. Um 40% stúlkna […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com