Færslur fyrir flokkinn ‘Þyngdarstjórnun’

Sunnudagur 18.01 2015 - 22:16

Hvers vegna er The Biggest Loser umdeilt sjónvarpsefni?

  Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að sýningar á annarri seríu af The Biggest Loser Ísland eru að hefjast. Á nánast öllum strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu eru skilaboðin skýr: „Baráttan heldur áfram“. The Biggest Loser þættirnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og breiðst út um heiminn þannig að í dag eru staðbundnar útgáfur af […]

Fimmtudagur 06.02 2014 - 08:35

Það besta í lífinu

Þessi tími ársins er aftur runninn upp. Það er fljótt að koma í ljós hvað nýja árið þýðir hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vonin um grennri, fegurri og þóknanlegri líkama hefur aftur náð völdum, allir búnir að gleyma síðasta áhlaupi og hvernig það skilaði nákvæmlega engu, nema brostnum vonum, ofátsköstum, uppgjöf, skömm og endurnýjaðri andúð á […]

Mánudagur 16.12 2013 - 22:34

Megrunarhátíð

Núna styttist í  megrunar“hátíðina“. Megrunar“hátíð“ kalla ég veisluna og fjörið á líkamsræktarstöðvum landsins í janúar og nokkra daga í febrúar. Mikill þrýstingur er á fólk að taka af sér hin svokölluðu jólaaukakíló og flykkjast margir í ræktina með það að markmiði. Flestar líkamsræktarstöðvar auglýsa „átaks“námskeið sem eiga að hjálpa fólki að styrkjast og grennast. Árangurssögur […]

Mánudagur 21.10 2013 - 14:51

Leikskólabörn á lágkolvetnakúr?

Í hvert skipti sem nýtt megrunaræði grípur um sig meðal Íslendinga hugsa ég með skelfingu til allra þeirra barna sem munu nú þurfa að alast upp við þrúgandi megrunar- og holdafarsáherslur á heimilinu. Þau munu fá að kynnast endalausu tali um kíló, fituprósentu, brennslu, hitaeiningar og hvaða matartegundir séu óhollar, fitandi, bannaðar eða beinlínis hættulegar. […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 10:10

Heilsurækt í sátt við þyngdina

Flest okkar langar til að eiga langt líf við góða heilsu. Við vitum að til þess að auka líkurnar á því þurfum við að hugsa vel um líkama og sál. Við þurfum að borða hollan og góðan mat, mestan hluta af tímanum, og stunda hreyfingu. Því miður eru hins vegar margir sem leggja allt of […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 15:29

Útlitsdýrkun á meðgöngu og eftir barnsburð

  Meðganga er tími mikilla líkamlegra breytinga sem getur reynst erfiður fyrir konur, bæði líkamlega og andlega. Þetta á alveg sérstaklega við um konur sem hafa lengi verið í stríði við líkama sinn. Meðganga er yfirleitt yndislegur tími en því miður virðist útlitsdýrkun hafa þvingað sér leið að ófrískum líkama konunnar. Svo virðist sem meðganga […]

Laugardagur 03.03 2012 - 13:04

Er þátttaka í fitness heilsusamleg?

Hvað er fitness? Flestir hafa sennilega heyrt um „fitness“ eða hreysti eins og mætti þýða orðið á íslensku. Mikil umfjöllun hefur verið um þetta fyrirbæri í fjölmiðlum um nokkurt skeið og iðkendum fitness gjarnan stillt upp sem fyrirmyndum hvað varðar heilbrigt líferni. En snýst fitness um heilsueflingu? Margir hafa bent á að fitness hafi lítið […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 12:41

Af hverju megrun er ekki góð hugmynd…

Hér er ný grein úr New York Times sem á vel við í upphafi ársins. Þar er fjallað um viðbrögð líkamans við megrun og útskýrt ágætlega af hverju það er svona gríðarlega erfitt að grennast með varanlegum hætti. Það vekur þó furðu mína að höfundi greinarinnar virðist gjörsamlega fyrirmunað að koma auga á rökrétta niðurstöðu […]

Föstudagur 07.10 2011 - 09:56

Ruglið um hitaeiningar

Á vef matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum „kjörþyngdar“ ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Argasta bull og megrunarþráhyggjufóður að mínu mati. […]

Föstudagur 03.06 2011 - 10:41

Íþróttaiðkun barna

Alveg er ég næstum því sammála þessari grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Það er glatað að búið sé að binda svo um hnútana í íþróttastarfi barna að þeim bjóðist almennt ekki að stunda hreyfingu án stigvaxandi pressu um ástundun, keppni og afrek. Af hverju er ekki hægt að æfa sund tvisvar í viku […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com