Mánudagur 21.10.2013 - 14:51 - 10 ummæli

Leikskólabörn á lágkolvetnakúr?

kindergarten

Í hvert skipti sem nýtt megrunaræði grípur um sig meðal Íslendinga hugsa ég með skelfingu til allra þeirra barna sem munu nú þurfa að alast upp við þrúgandi megrunar- og holdafarsáherslur á heimilinu. Þau munu fá að kynnast endalausu tali um kíló, fituprósentu, brennslu, hitaeiningar og hvaða matartegundir séu óhollar, fitandi, bannaðar eða beinlínis hættulegar. Þegar ég starfaði við meðferð átraskana kynntist ég því vel hvaða áhrif slíkar áherslur geta haft á börn. Þau einfaldlega læra það sem fyrir þeim er haft og vaxa úr grasi í aukinni hættu á að þróa með sér átvandamál þegar fram líða stundir.

Til þess að ala upp heilbrigð börn er mikilvægt að þau fái holla og góða næringu, en það er ekki síður mikilvægt að þau alist upp við heilbrigð og skynsamleg viðhorf til matar. Matur á að vera jákvætt fyrirbæri í lífum barna, ekki neikvætt, syndsamlegt, kvíðvænlegt eða hættulegt. Þau eiga að fá að njóta þess að borða og líta á mat sem uppsprettu orku, gleði og ánægjulegra samverustunda. Eitthvað sem mörg börn munu án efa fara á mis við í þeim uppgangi megrunar- og föstukúra sem hefur átt sér stað undanfarið.

Í síðustu viku birtist frétt um að séróskir foreldra um mataræði barna í leikskólum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Vel má vera að oft séu eðlilegar ástæður þar að baki, svo sem fæðuóþol, trúarsiðir eða ofnæmi. Hins vegar má einnig gera ráð fyrir því, miðað við þau óttablöndnu viðhorf til matar sem margir virðast hafa tileinkað sér nú á dögum, að stundum liggi fátt annað að baki slíkum kröfum en matarfælni og áttruflanir foreldranna sjálfra. Það er mikilvægt að leikskólar séu á varðbergi gagnvart slíku og skoði málið vandlega ef foreldrar bera upp óhóflegar eða óeðlilegar kröfur um mataræði barna sinna. Í fyrrnefndri frétt kom fram að mikið hafi borið á óskum foreldra um að börn þeirra væru sett á kolvetna- eða fituskert fæði í leikskólanum. Þetta er óhugnanlegt ef rétt reynist og enn óhugnanlegra ef leikskólar verða í alvöru við slíkum beiðnum. Að ala leikskólabarn á megrunarfæði ógnar eðlilegum vexti þess, heilsu og þroska. Slíkar beiðnir ættu umsvifalaust að hringja varúðarbjöllum í hugum leikskólastarfsfólks. Það ætti aldrei að samþykkja mataræðiskröfur sem samræmast ekki næringarþörfum barna og beiðnir um slíkt ættu að vekja grunsemdir um aðbúnað og velferð barnsins. Ég vona að allir sem vinna með börnum geri sér grein fyrir því að þeim ber lagaleg skylda til þess að tilkynna til barnaverndar ef grunur vaknar um að barn búi við aðstæður sem ógna heilsu þess og velferð.

Það er óhugnanlegt að vita til þess að smitsjúkdómar, sem hafa ekki sést áratugum saman á Vesturlöndum, séu að koma fram aftur vegna þess að foreldrar láta ekki bólusetja börnin sín. Þessi staða hefði þótt fjarstæðukennd fyrir ekki svo löngu síðan. Ég velti því fyrir mér hvort einnig sé ástæða til þess að ætla að við munum á komandi árum fara að sjá merki um hörgulsjúkdóma sem hafa ekki sést áratugum saman sökum þess að börn séu í vaxandi mæli alin upp á sérviskulegum matarkúrum?

Það er mikilvægt að þeir sem vinna með ungum og jafnvel ómálga börnum beiti gagnrýnni hugsun þegar kemur að kröfum og óskum foreldra um mataræði þeirra. Ég efast ekki um að oft eigi séróskirnar rétt á sér en það er samt mikilvægt að skýr rökstuðningur liggi fyrir ef halda á tilteknum fæðutegundum frá börnum. Velferð barnsins verður alltaf að ráða.

Flokkar: Heilbrigt samband við mat · Megrun · Þyngdarstjórnun

«
»

Ummæli (10)

 • Þetta er Ísland. Ekki Norður Kórea eða Íran eða gömlu Sovétríkin. Hér búa manneskjur við frelsi. Þetta er ekki Hitlers Þýskaland og hér skal enginn neyddur til að borða svínakjöt. Þetta er ekki ríki páfans á miðöldum og hér skulu Brahmin Hindúar, eða aðrir sem eru grænmetisástæður af öðrum ástæðum en trúarlegum, ekki neyddir til að misbjóða samvisku sinni og borða kjöt. Þetta er ekki tímar McCarthys í Bandaríkjunum og hér skal andstæðingum misnotkunnar alþjóðavæðingarinnar frjálst að sniðganga vörur stórfyrirtækja sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra. Hér taka þegnar sjálfstæðar ákvarðanir og enginn skal neyddur til að borða erfðabreytt matvæli. Sættir þú þig ekki við það sting ég upp á fyrstu vél til Norður Kóreu. Það drepst enginn á lágkolvetnafæði. Það er bara sama fæði og forfeður okkar borðuðu og lifðu betur en við við betri heilsu. Ég gæti ekki hugsað mér að lifa á slíku, en þú hefur ekki rétt á að taka börn annarra frá þeim. Slíkt er fasismi og mannhatur, yfirgangur og djöfulgangur

 • Fáðu þér töflur við stjórnsýki og Napóleonskomplexum eða aðlagaðu þig að lífi í lýðræðisríki sem byggir á virðingu fyrir frelsi einstaklingsins og jafnrétti minnihlutahópa til jafns við aðra. Eða taktu tímavél til 1940 Germaníu og passaðu þig að vera í Dresden á réttum tíma. Svona hugsunarháttur er ógn við lýðræðið.

 • Ég held að það sé alveg óhætt að slaka á gagnvart þessu. Börn munu ekki í framtíðinni þróa með sér hörgulsjúkdóma vegna þess að þau hættu að borða hveiti og sykur.

 • Mjög góð grein, en þessi ummæli eru betri „Það drepst enginn á lágkolvetnafæði. Það er bara sama fæði og forfeður okkar borðuðu og lifðu betur en við við betri heilsu.“ þetta er svo fáránlegt að það er fyndið og endar reiðilesturinn á „Svona hugsunarháttur er ógn við lýðræðið.“ bendir til að hún hafi ekki lesið greinina.

 • Mér sýnist Birta sem skrifar hér að ofan þurfa á sálfræðingi að halda, ef ekki geðlækni.

 • Birta. Lágkolvetnafæðið það sama og forfeður okkar borðuðu ? Hvaða forfeður ertu að tala um ? Voru forfeður okkar gúffandi í sig rjómasósum ?Ertu ekki að rugla saman LKL og Paleo ?
  Annars er ég sammála pistlahöfundi. Allt er gott í hófi, sjálf ólst ég upp við kjöt, fisk og allt þar á milli á borðum, allt í hófi, og er við hestaheilsu í dag.

 • Edda Sigurðardóttir

  Það er enginn að tala um að taka af fólki frelsið til að velja sér lífstíl, það er bara verið að benda á það að megranir, sem eru takmarkað skynsamlegar fyrir fullorðna, geta verið mjög hættulegar vaxandi börnum.
  Að tala um heilsusamlegan lífstíl einhverra forfeðra okkar, sem höfðu miklu lægri meðal-aldur en við, voru lægri í loftinu og dóu margir hverjir úr hlutum eins og kynsjúkdómum eða kvefpestum, finnst mér takmarkað vit í.

  Mér finnst himin og haf á milli þess að óska eftir því að barnið fái laktósa-fría mjólkurvöru í leikskólanum vegna ofnæmis eða biðja um að barnið fái eitthvað í staðin fyrir kjöt vegna lífstíls fjölskyldna eða trúaraðstæðna, annarsvega og hinsvegar því að troða litlum börnum inn í megrunarkúra fullorðinna.
  Ég held að vel megi fullyrða að börn á fitu og/eða kolvetna skertu fæði geti vel fengið næringarskort og mér finnst það klárlega mál fyrir barnavernaryfirvöld ef foreldrar verið er að vannæra börn með þeim hætti.

  Börn sem eru að stækka þurfa nóg af orku, þú færð mesta orku úr kolvetnum. Heili barna sem er að stækka og þroskast þarf fitu fyrir utan að nota í orku nánast eingöngu kolvetni. Það er líka bara miklu auðveldara að fá næringarskort af einhæfu fæði en fólk heldur.

 • Það væri gott að greinarhöfundur og aðrir sem tala um næringargildi og orkugjafa myndu vitna í heimildir og rannsóknir máli sínu til stuðnings. Hér gerir það enginn. Hér eru endurteknar mýtur og rangar skoðanir, ekki vísindalega sannaðar staðreyndir.

  Þessi pressugrein er kannski skrifuð af sérfræðingi, en ekki sérfræðingi um mat og næringu. Þetta er ‘opinion piece’, af þeirri tegund einsog við sjáum í fjölmiðlum þar sem einhver skrifar hvað honum finnst frábært með uppáhalds stjórnmálaflokkinn sinn. Semsagt, skoðun einhvers.

  Kolvetni er vissulega orkugjafi, en það er fita líka. Heilinn „þarf“ ekki kolvetni, heldur glúkósa. M.ö.o. er hægt að lifa fullkomlega „eðlilegu“ lífi án kolvetna í því magni sem landlækni og öðrum starfshópum finnst réttast.

  Svo er líka undir hverjum og einum komið hvort hann borði morgunmat eður ei. Við erum að ræða börn og þeirra matvenjur og þá vilja allir tala um að hafa matinn „sem eðlilegastan“, og telja þá upp hinat ýmsu mýtur varðandi mikilvægi morgunmats og fleira í þeim dúr. En, börn upplifa blóðsykursfall rétt einsog fullorðnir. Og hvaða mataræði kemur í veg fyrir blóðsykursfall? Kolvetnalágt mataræði.

  The Food and Nutrition Board of the Institute of Medicine segir:

  „The lower limit of dietary carbohydrate compatible with life apparently is zero, provided that adequate amounts of protein and fat are consumed. […] There are traditional populations that ingested a high fat, high protein diet containing only a minimal amount of carbohydrate for extended periods of time (Masai), and in some cases for a lifetime after infancy (Alaska and Greenland Natives, Inuits, and Pampas indigenous people). There was no apparent effect on health or longevity. Caucasians eating an essentially carbohydrate-free diet, resembling that of Greenland natives, for a year tolerated the diet quite well.“

  http://www.nap.edu/openbook.php?record_id=10490&page=275

 • ?Why it’s important and how you will help
  Your students’ college essay is their opportunity to reveal their prime qualities and to reveal an admission committee what makes them stand out from other applicants. Function with your students to help them with this important piece of their software.
  How important is the essay?
  The National Association for College Admission Counseling’s 2011 State of College Admission report found that whereas grades, strength of curriculum and admission check scores are the top factors while in the college admission decision, a majority of colleges and universities believe the essay to be of considerable or moderate importance in determining which academically qualified students they would choose.
  In other words, when all else is equal amongst competing applicants, a compelling essay can make the difference. A powerful, well-written essay are also able to tip the balance for a marginal applicant.
  What are colleges searching for in an essay?
  College admission officers look and feel to the essay for evidence that a student can compose properly and help ideas with rational arguments. They also choose to know something about the personality of your student.
  Sarah Myers McGinty, author within the College Software Essay . shares the following tip for the two counselors and students: „If you get a chance, ask college representatives about the role for the essay at their colleges. At some colleges the essay is utilised to determine fit, and at others it may be chosen to assure the college that the student can do the do the job. At any rate, come across out from the rep how essays are weighted and made use of within the admissions system.“
  What are the different styles of essays?
  There are typically three varieties of essay questions: the “ you “ question, the “ why us “ question and also “ creative “ question. The following descriptions and tips are dependant upon critical information found in McGinty’s book.
  The „you“ question
  This question boils down to „Tell us about yourself.“ The college wants to know students even better and see how students introduce themselves.
  Example: “ The University of Vermont values a diverse student body. What contributions would likely you make to our campus community exterior of academic achievement?“
  As well as: This type of direct question features students a chance to reveal something about themselves other than grades and take a look at scores.
  Danger: The open-ended nature of these questions can lead to an essay that’s all over the site.
  Encourage students to focus on just two or three things and avoid the urge to „spill everything“ at once.
  Advise students not to simply generate out their resume in paragraph sort. It’s higher to produce an individual small-scale event, person, put or feeling using a lot of narrative and specifics.
  Explain to students that this serves as a „tell us a story“ question. Students should tell a story that only they can tell.
  The „why us“ question
  Some institutions ask for an essay about a student’s choice of the college or career. They’re exploring for particulars about the applicant’s goals, and about how serious the student’s commitment is to this particular college.
  Example: “ How did you become interested in American University?“
  Additionally: This type of question supplies a focus to the essay; that’s, why the student chose this particular college or path – together with the answer to that will (hopefully) be clear.
  Danger: Any factual errors within the essay will reveal that the student really hasn’t thought deeply about the choice. For example, composing about attending Carleton College to major in agriculture would be a blunder, as a result of Carleton doesn’t have an agriculture major.
  An upside to this type of question is always that despite the fact that working for the essay, the student can realize that the college is just not a outstanding match – and it’s much better to know that sooner than later.
  Advise students to make absolutely sure they know their subject effectively.
  Warn students not to go overboard with flattery. They should sound sincere but not ingratiating.
  The „creative“ question
  The goals with the „creative“ question are to evaluate a candidate’s ability to think and publish creatively and to assess the breadth with the student’s knowledge and education.
  Example: „Sharing intellectual interests is undoubtedly an important aspect of university life. Describe an working experience or idea which you realize intellectually exciting, and explain why.“
  And also: This kind of question gives students an opportunity to convey their personalities and views.
  Danger: Some students may take the „creative“ aspect from the question as license to be obscure, pretentious or undisciplined in their crafting.
  Emphasize to students the importance of creating an informed essay. For example, they should not craft about a fantasy meeting accompanied by a famous artist and get the titles for the artist’s paintings wrong.
  Advise students to implement frequent feeling („creative“ doesn’t mean eccentric or self-indulgent).
  Warn students not to write down about high-minded topics or exotic locales simply to impress the reader.
  How significantly help is too very much help?
  According to the College Board report Admissions Decision-Making Models . admission officers have expressed concern about how very much assistance students acquire in preparing an essay. Some institutions now ask applicants to sign a statement avowing that the essay submitted is their possess function.
  What can you do to help your students in just the guidelines of your job?
  Help your students overcome their nervousness and encourage them to get started on crafting.
  Suggest that they seek essay advice from teachers who know them clearly.
  Make sure that your teachers and colleagues understand the role from the essay in college apps.
  Appearance over the student’s essay for signs that a parent „helped“ too substantially.
  Give general feedback on the completed or nearly completed essay. You may point out areas that might need revision, but you cannot rewrite or edit – the essay must be the student’s succeed.
  Your encouragement, ideas and overall service can go a longer way in helping your students compose their essays.
  This article is based mostly, in part, on particulars found during the College Software Essay . by Sarah Myers McGinty. [url=http://clickandconnectclubs.com/index.php?do=/public/user/blogs/view/name_Wassed/id_73663/title_Outdoor-recreation/]write my essay[/url]

 • [url=http://rhsc.com/2017/09/21/example-essay-paper/]we write your essay[/url]

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com