Færslur fyrir febrúar, 2012

Þriðjudagur 21.02 2012 - 14:11

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt […]

Miðvikudagur 08.02 2012 - 12:22

Karlmenn og hinn “fullkomni líkami”

Oft finnst mér karlmenn gleymast aðeins í umræðunni um líkamsvirðingu og líkamsvöxt. Það eru ýmist teikn á lofti um að ungir karlmenn í dag séu undir meiri samfélagsþrýstingi en karlmenn af eldri kynslóðum. Samantekt á rannsóknum sýnir að á árum áður þá voru menn ánægðari með líkama sinn  en í dag er öldin önnur og […]

Laugardagur 04.02 2012 - 15:32

Stöndum saman!

Í ársbyrjun ýtti Íslandsvinurinn Marilyn Wann út vör mótmælaherferð gegn afar umdeildum auglýsingum á vegum Barnaheilsugæslunnar í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum þar sem dregið er fram hversu ömurlegt hlutskipti það sé að vera feitt barn og gefið í skyn að það sé foreldrum þeirra að kenna. Einnig má lesa úr auglýsingunum að holdafar barnanna beinlínis kalli á stríðni og útskúfun. Þetta er algengt […]

Miðvikudagur 01.02 2012 - 22:31

Ræktin

Ég fékk e-mail um daginn frá líkamsræktarstöðinni minni hérna úti í Kaupmannahöfn. Í því var einhvers konar fréttabréf þar sem meðal annars var varað við því að drekka of mikið af ávaxtasafa, því í honum leyndust svo ægilega margar hitaeiningar. Ég hafði svo sem heyrt þetta áður og velti fyrir mér hvers konar hlutverk þessi […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com