Þriðjudagur 21.02.2012 - 14:11 - 1 ummæli

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt samfélag til vitundar um hversu skaðleg þessi sífellda krafa um megrun og rétt útlit getur verið, hvernig þráhyggja varðandi mat, þyngd og hreyfingu getur hæglega farið langleiðina með að eyðileggja líf fólks og hvernig heilsa og hamingja einkennast af jafnvægi og vellíðan sem eru ekki bundin við tölu á vigtinni. Við vonumst því sérstaklega eftir fjölbreytileika í þessu sambandi og vonum að fólk af öllum stærðum og gerðum, aldri, kyni, starfstéttum, kynhneigð, þjóðerni o.s.frv. vilji taka þátt í þessu með okkur.

Ef þú vilt vera með í því að skapa samfélag sem styður okkur öll til þess að líða vel í eigin skinni, þá sendu inn mynd af þér ásamt slagorði sem hefst á orðunum: „Ég stend fyrir/gegn…“ á netfangið likamsvirding@gmail.com. Myndirnar verða svo unnar á svipaðan hátt og þær sem sjást hér á síðunni og birtar í tengslum við Megrunarlausa daginn 2012 í vor.

 

Vonum að sem flestir sláist í för með okkur. Lifi byltingin!

Flokkar: Fjölbreytileiki · Líkamsvirðing · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (1)

  • Elva Björk

    ÆÐISLEGT framtak!!! Hvet ALLA til að vera með og taka þátt í baráttunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com