Færslur fyrir apríl, 2009

Laugardagur 25.04 2009 - 18:33

Ný rannsókn um megrun

Í ársbyrjun birtist grein í New England Journal of Medicine sem sagði frá rannsókn þar sem bornar voru saman ýmsar tegundir megrunar, svo sem fitusnauð megrun, kolvetnissnauð megrun o.s.frv. Í ljós kom að enginn megrunarkúr virkaði betur en annar og langtímaárangur allra var afar slakur (3-4 kg. að meðaltali). Eins og áratugarannsóknir hafa nú sýnt […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 10:09

Megrun sem pyntingaraðferð

In an effort to rationalize the use of dietary manipulation on detainees, Bush administration officials turned to Slim Fast and Jenny Craig. In a footnote to a May 10, 2005, memorandum from the Office of Legal Council, the Bush attorney general’s office argued that restricting the caloric intake of terrorist suspects to 1000 calories a […]

Miðvikudagur 15.04 2009 - 22:31

Meira um heilsu óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health At Every Size) er ný nálgun að heilbrigði þar sem áhersla er lögð á heilbrigðar lífsvenjur, bætta sjálfsmynd og aukna vellíðan án áherslu á þyngd eða líkamsvöxt. Þessi hugmyndafræði er sprottin út frá óánægju með ríkjandi nálgun þar sem heilsuefling er samofin áherslu á þyngdarstjórnun. Rannsóknir sem sýna mikla erfiðleika við […]

Föstudagur 10.04 2009 - 23:46

Syndir og endurlausnir

Hér er sérlega skemmtilegur útvarpsþáttur um flókið samband okkar við fitu og skömm okkar og hræðslu við hana: Thinness and salvation eftir Söruh Yahm. Einkar áhugaverðar vangaveltur um bandarískt samfélag, heilsukvíða, neysluhyggju, siðferði og trúarlegt gildi þyngdarstjórnunar. Mjög við hæfi á þessum degi.

Þriðjudagur 07.04 2009 - 21:34

Heimur batnandi fer

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að íslenskir karlmenn verði allra karla elstir í Evrópu. Íslenskir karlmenn geta nú átt von á því að verða tæplega áttræðir og konurnar 83ja ára. Til samanburðar var meðalævilengd Íslendinga fyrir 150 árum um 40 ár. Lífslíkur hér á landi hafa aukist jafnt og þétt alla 20. öldina og […]

Föstudagur 03.04 2009 - 22:17

Ég hlakka til þegar ég verð orðinn gamall og þetta hættir…

Um daginn var á dagskrá áhugaverður heimildarþáttur á RÚV um gildi hreyfingar fyrir aldraða. Mjög hressandi að sjá fjallað um hreyfingu á þennan hátt – án nokkurrar líkamsþráhyggju. Það er nákvæmlega svona sem maður myndi nálgast hreyfingu út frá Heilsu óháð holdafari. Hreyfing á að vera skemmtileg og ánægjuleg. Hún hefur það markmið að manni líði vel […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com