Færslur fyrir nóvember, 2011

Mánudagur 28.11 2011 - 14:24

Núna!

Mörgum kann að finnast slagorðið „lifðu í núinu“ hálfgerð klisja sem það ef til vill er en þrátt fyrir það getum við sennilega flest tekið það til okkar að einhverju leyti. Mörg okkar eru í stöðugri leit að auknum lífsgæðum og sífellt á leiðinni eitthvað, að bíða eftir að eitthvað gerist, að morgundagurinn færi okkur […]

Mánudagur 21.11 2011 - 15:52

F-orðið

Ég velti því stundum fyrir mér hvaða þýðingu orðið „feitur“ hefur í okkar daglega tali. Það er augljóst að við getum ekki notað þetta orð á jafn hlutlausan hátt og orðið „hávaxinn“ eða „dökkhærður“. En hvers vegna? Megrun getur verið mjög félagslegt fyrirbæri, sem birtist m.a. í að fólk hrósar hvert öðru í hástert ef […]

Laugardagur 19.11 2011 - 09:45

Siglt undir fölsku flaggi

Góð vinkona benti mér á konu að nafni Nancy Upton. Nancy þessi ákvað að taka þátt í keppni á vegum bandaríska tískuvörurisans American Apparel en þeir stóðu fyrir auglýsingaherferð þar sem þeir ákváðu að auka úrvalið í verslunum sínum og bjóða upp á „plus-size“ föt, það er föt fyrir konur sem nota stærri flíkur en […]

Mánudagur 14.11 2011 - 21:14

Hinn þögli dauði

Það er ekki fyrr búið að kveða eina heimsendafréttina í kútinn en önnur sprettur upp. Fjölmiðlar á Íslandi virðast alveg staðráðnir í því að hér skuli ríkja óslitið neyðarástand yfir holdafari þjóðarinnar. Í dag birtist forsíðufrétt í Fréttablaðinu um að níu manns hafi dáið „úr offitu„ frá árinu 2002 og rætt við forstöðulækni Hjartaverndar sem spáir hér […]

Föstudagur 11.11 2011 - 09:01

Ísland er EKKI næst feitast

Reglulega birtast fréttir í fjölmiðlum um hve Íslendingar eru orðnir feitir. Þegar farið er yfir gömul dagblöð má finna dæmi um slíka umfjöllun allt að 40 ár aftur í tímann, og það sem vekur athygli, er að viðkvæðið er alltaf það sama: Óháð því hversu feitir Íslendingar hafa verið á hverjum tíma þá hefur sífellt […]

Fimmtudagur 03.11 2011 - 16:52

LíkamsÁst

Óánægja með líkamsvöxt er landlæg meðal kvenna og er að aukast meðal karla. Kannanir benda til þess að allt að 80% kvenna séu óánægðar með líkama sinn og vilji vera grennri. Margvíslegir samfélagsþættir stuðla að þessari óánægju. Haldið er að okkur að feitt sé óæskilægt en grönnu fólki er hampað. Fólk sem er í megrun eða […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com