Færslur fyrir mars, 2011

Þriðjudagur 29.03 2011 - 20:00

Fitufordómar í víðu samhengi

Eitt heitasta málið í vikunni var án efa þáttur Audda og Sveppa þar sem ítrekað var gert grín að holdafari athafnamannsins Einars Bárðarsonar. Hann fékk endalaus skot á sig í tengslum við meinta matgræðgi og var kallaður bæði fituhlunkur og offitusjúklingur. Það er svo sannarlega ekkert einsdæmi að gert sé grín að feitri manneskju í […]

Föstudagur 25.03 2011 - 20:22

Máttur viljans

Guðni Gunnarsson í Rope Yoga er einn þeirra sem að mínu mati boðar alúð og væntumþykju í garð líkamans í einu orði en skapar aðstæður til líkamsóánægju og vanlíðunar í öðru. Hann notar eingöngu grannar og vöðvastæltar fyrirsætur í auglýsingum sínum og fer því lítið fyrir framsæknum hugmyndum um tilverurétt allra líkama í myndmáli fyrirtækisins. […]

Föstudagur 18.03 2011 - 13:22

Hefðbundin meðul

Það hefur lengi valdið mér sorg hve lítið virðist fara fyrir líkamsvirðingu innan heilsu- og mannræktargeirans. Meira að segja meðal þeirra sem annars virðast aðhyllast ástúðlega umönnun líkamans, þeirra sem hvetja til þess að við hlustum á líkama okkar, virðum takmörk hans og ræktum eigið innsæi varðandi umhirðu sálar og líkama, kemur oft fram áberandi […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 21:33

Útlitsdýrkun drengja

Sú var tíðin að flestir karlmenn hefðu ekki látið grípa sig dauða í uppstillingu sem þessari, olíuborna og glennulega. En hér eru heimsþekktir fótboltamenn á ferð – og þeir víla það greinilega ekki fyrir sér. Útlitsdýrkun í íþróttum var umfjöllunarefni knattspyrnumannsins Óla Stefáns Flóventssonar fyrir stuttu og er engin vanþörf á því að vekja upp slíka umræðu. […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com