Færslur fyrir nóvember, 2010

Mánudagur 29.11 2010 - 22:30

Litlu prinsessurnar okkar

Nýlega greindu fjölmiðlar frá rannsókn sem sýndi að stúlkur hafa þegar tileinkað sér ríkjandi fegurðarstaðla, um að grannur vöxtur sé eftirsóknarverður og fita ógeðsleg, við þriggja ára aldur. Á þessum sama aldri fara börn að gera sér grein fyrir kynhlutverkum sínum og þeim áherslum sem þeim fylgja. Að eitthvað sé „stelpulegt“ og annað „strákalegt“. Félagsmótun […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 15:20

Berjum fituna burt!

Hér er að finna óhugnarlegan pistil sem lýsir vel þeim hugsanagangi sem ég verð alltof oft vör við: Mannfyrirlitning og hatur sett fram undir yfirskyni heilbrigðis. Dæmi: „Þetta þarf að stöðva og það strax. Foreldrar þurfa að hætta að fóðra kvikindin sín og hætta að skutla þeim út um allt. Ef fituklessan sem þú kallar […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 14:18

Eflum líkamsmynd barna og unglinga

Margskonar áreiti dynja á börnum og unglingum nú til dags sem hafa slæm áhrif á líkamsmynd þeirra. Þau eru alin upp í samfélagi sem lofar grannan vöxt en lítur fitu neikvæðum augum. Hvert sem litið er eru skilaboðin “vertu grannur!” og lítið tillit tekið til þess að við erum mismunandi vaxin frá náttúrunnar hendi. Það er […]

Föstudagur 12.11 2010 - 17:16

Fordómakennsla

Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, þeir feitir verða og flón af því… Svona hljómar laglína úr sívinsælu barnaleikriti sem sungin hefur verið á  íslenskum heimilum og leikskólum í áraraðir og er eitt af ótalmörgum dæmum um hvernig fitufordómar birtast í lífi barna. Í  barnabókum, teiknimyndum og barnaleikritum er mjög algengt að […]

Föstudagur 05.11 2010 - 10:02

Áfram allskonar!

Flott myndband við frábært lag frá Caribou til að taka ykkur inn í föstudaginn. Segið svo að fegurð geti ekki verið allskonar…

Þriðjudagur 02.11 2010 - 13:21

Fjaðrafok hjá Marie Claire

Fyrir viku birtist pistill á vefsíðu tímaritsins Marie Claire þar sem höfundurinn, ung stúlka með sögu um átröskun, viðurkennir að finnast feitt fólk viðbjóðslegt. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem neikvæð viðhorf í garð feitra koma fram í fjölmiðlum og væntanlega ekki það síðasta þar sem yfirleitt er ekki fjallað um feitt fólk […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com