Þriðjudagur 23.11.2010 - 15:20 - 16 ummæli

Berjum fituna burt!

Hér er að finna óhugnarlegan pistil sem lýsir vel þeim hugsanagangi sem ég verð alltof oft vör við: Mannfyrirlitning og hatur sett fram undir yfirskyni heilbrigðis. Dæmi:

„Þetta þarf að stöðva og það strax. Foreldrar þurfa að hætta að fóðra kvikindin sín og hætta að skutla þeim út um allt. Ef fituklessan sem þú kallar barnið þitt þarf að fara eitthvað á annað borð þá ættirðu frekar að tjóðra hana við stuðaran á bílnum og láta helvítið hlaupa. Nú og ef það líklega skeður sem er að krakkin hafi ekki undan og hrasar við þá geturðu allavega dregið hann eftir malbikinu svo að mesta fitan skrapist af honum.  Börn eiga að borða fisk og hafragraut, ekki skyndibita! Skyndibiti er fyrir öryrkja og illa gift fólk.“

Yfirvarpið er væntanlega að hér sé aðeins um grín að ræða sem ekki beri að taka alvarlega en engu að síður er þessi undirtónn vel kunnuglegur. Það sem ég hef áhyggjur af er tvennt:

Í fyrsta lagi―þótt ótrúlegt megi virðast―þá hef ég heyrt marga, allt frá virtum læknum til mannsins á götunni, tala á svipaðan hátt um feitt fólk. Það er kannski ekki verið að leggja til líkamlegar misþyrmingar, en það sem skín í gegn er ekki umhyggja fyrir feitu fólki, heldur fyrirlitning. Þeim er illa við feitt fólk. Þeir vilja að feitt fólk hætti að vera til. Þessum  tilfinningum er svo pakkað inn í glansandi umbúðir pólitískrar rétthugsunar sem sýna ekkert nema áhyggjur af heilsu feitra og löngun til að hjálpa. En þegar allt kemur til alls er óskin sú að feitt fólk hverfi svo við hin þurfum ekki að horfa á það. Ég velti oft fyrir mér hversu stór hluti af herferðinni gegn offitu er raunverulega sprottin af slíkum hvötum?

Í öðru lagi hef ég áhyggjur af því að tæplega þúsund manns kann að meta þennan hatursfulla pistil samkvæmt þjóðarspeglinum Facebook. Ímyndið ykkur aðeins að verið væri að tala um að berja samkynhneigt fólk eða börn innflytjenda með naglaspýtum – allt í gríni auðvitað. En hversu mörgum myndi líka það?

P.s. Myndin að ofan var hluti af auglýsingaherferð frá heilbrigðistryggingafélagi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum.

Flokkar: Fitufordómar

«
»

Ummæli (16)

 • Ég er mjög sammála því sem segir í hinum tilvitnaða pistli, n.t.t. setningunni „Börn eiga að borða fisk og hafragraut, ekki skyndibita!“ Mataræði það sem foreldrar sumra barna bjóða þeim upp á er til skammar og leiðir til offitu!

 • OK, ég verd ad hrósa tér fyrir tann eiginleika ad geta séd the tiny little bright spot! Vissulega gódur hæfileiki ad búa yfir. Og hafragrautur og fiskur eru svo sannalega hin ágætasta fæda! En tad breytir tó ekki hversu ógedfelld og mannfyrirlítandi vidhorf tessa pistils eru. Ef Hitler hefdi hvatt fólk til ad leggja sér fisk og graut til munns, hefdi tad breytt einhverju um hversu vidbjódsleg stefna hans var…ég held ekki. Stundum tarf af líta á heildarmyndina.

 • ok verð aðeins að fá að tjá mig.

  Í fyrsta lagi var þetta að sjálfsögðu grín sem ég hló mig máttlausa af.

  í öðru lagi er verið að tala um það hvað þróunin sé orðin slæm að börn og unglingar séu orðin akfeit.

  Sem er alveg satt, og það að börn eigi ekki foreldra sem hugsa aðeins, áður en þeir gefa barninu sínu metró í kvöldmat eða bland í poka fyrir 1000 kr hverja helgi er sorlegt !

  Annað þar sem stendur “ Ímyndið ykkur aðeins að verið væri að tala um að berja samkynhneigt fólk eða börn innflytjenda með naglaspýtum“

  Börn sem éta sína eigin þyngd í súkkulaði er ÁSTAND, það er eitthvað sem hægt er að breyta og er þessi grínfrétt til að vekja athygli á því !

  Að vera samkynhneigður, eða barn innflytjenda er ekki ástand.

  Það er einfaldlega verið að vekja fólk til umhugsunar áður en það skutlar barninu útum allt og treður í það lakkrís og sykurpúðum !

  og það gert á svona fyndinn hátt.

  sumir bara einfaldlega hafa ekki húmor fyrir neinu !!

 • Hættessu væli, óþarfi að opinbera túrinn fyrir öllum.

  Ég er feitur og ég hló að þessu

 • Sammála, Sigrún. Þessi heilsufasismi og forsjárhyggja er komið útí öfgar. Svo má ekki gleyma því að á bakvið allan þennan áróður er heilmikill buisness. Og sölumennirnir jafnvel með allt aðrar hugmyndir en lærðir næringarráðgjafar. Helst skulu allir borða einhvern próteinbættan gerfi-mat með súkkulaðibragði út í eitt. Og fitufordómum og þ.h. áróðri er haldið svo stíft að æskunni að anorexían færist í vöxt.

 • Pálnatóki

  „Ef Hitler hefdi hvatt fólk til ad leggja sér fisk og graut til munns,“

  Godwin’s Law: http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin's_law

 • Finnst ekki skrítid ad tetta sé ordid nánast sér hugtak, enda fátt sem ad fær fólk til ad kveikja jafn fljótt á tví hversu vidbjódsleg vid mannskepnurnar getum verid. Hitler gerdi sig bara ad príma dæmi!

 • Pálnatóki

  Úgg! Þú ert ekki alveg að átta þig á því hvað Godwin’s Law er.

  „For example, there is a tradition in many newsgroups and other Internet discussion forums that once such a comparison is made, the thread is finished and whoever mentioned the Nazis has automatically „lost“ whatever debate was in progress.

  This principle itself is frequently referred to as Godwin’s law. It is considered poor form to raise such a comparison arbitrarily with the motive of ending the thread.“

 • Sjonni feiti

  Sálfræðingur segist þú vera. Það er greinilegt að ekki er kenndur húmor eða kaldhæðni í sálfræðinni.

  Annars er ég alveg sammála Jónu hér ofar. Segir allt sem segja þarf…

 • Ég held þú þurfir ansi einbeittan vilja til að finna það út að mannfyrirlitning og hatur séu sett fram undir yfirskyni heilbrigðis í þessum pistli. Það má gera grín að hverju sem er hvenær sem er. Þú mátt líka gagnrýna það, en sama frelsi kallar á gagnrýni á þig sem þú svo kallar væntanlega einelti.

  Eigum við t.d. að breyta númerakerfinu á fatnaði okkar svo fólki sem er feit líði ekki illa? Eða eigum við að breyta hugafari í samfélaginu sem fær nett sjokk þegar einhver biður um xxx large.

  Feitur einstaklingur veit nákvæmlega hvenær hann er orðinn feitur og líður illa yfir því. Ekki vegna þess að menn stara á hann eða fólk er að gera grín að honum – fæstir gera það. Heldur vegna þess að hann getur ekki lengur gert hluti sem hann áður gerði eða aðrir eru að gera.

  Í mínum huga er það miklu frekar mannfyrirlitning að reyna að láta fólki líða vel með að vera í yfirstærð. Miklu betra væri að aðstoða það við að grennast, í raun ætti það að vera hluti af heilbrigðiskerfinu miklu fremur en sálfræðihjálp sem þó á alveg rétt á sér.

  Það er heldur enginn að tala um að koma einstaklingum í 8% likamsfitu.

  Hér er auk þess verið að senda kómísk skilaboð, sem eiga sér þó stoð í raunveruleikann, til foreldra að hætta að troða óhollustu í börnin sín. Ádeila sem á fullkomlega rétt á sér, þó sumum kunni að finnast hún sett fram með óviðeigandi hætti.

  Við erum næst á eftir bandaríkjamönnum í fitu og börnin okkar stefna enn lengra. Sjálfur er ég 25 kílóum of þungur samkvæmt BMI og gæti í raun verið 40 kílóum léttari án þess að teljast of grannur samkvæmt þeirri viðmiðun. En að heyra það að ég sé ekki feitur af flestum í kringum mig segir meira um hvað við Íslendingar erum farnir að kalla of feitt heldur en margt annað, hér er um einlæga „þú ert ekki feitur miðað við vini þína“ hughreystingu. Sem er mannskemmandi!

 • Öllu gríni fylgir nokkur alvara! Og þetta með fatanúmerin, þau hafa stækkað, stærð 16 í dag var 14 fyrir 20 árum svo markaðurinn er búinn að laga sig að þessu.

  Djók og ekki djók, og jú það er allt í lagi að „feitum“ eins og hér að ofan finnist þetta fyndið EN er það ekki einmitt einn varnarhátturinn að leika trúðinn?

  Mér finnst þetta blogg vera mjög góð umfjöllun um líkamsvirðingu og vörn fyrir fólk sem telst „feitt“ en er samt mjög heilbrigt og oft heilbrigðara en „horrenglurnar“

  Líkamsvirðing boðar t.d. að borða hollan mat! Velja vel!

  Hvenær kom þessi fáránlega innkaupastefna svokallaðra nammidaga að það þurfi að kaupa kíló af gotteríi bara af því það er selt samkvæmt vikt!

  Hættum að verja þetta fáránlega neyslusamfélag okkar og hættum að flokka fólk eftir holdafari. Hættum að styðjast við fáránleg viðmið BMI sem er eldgamalt og margar rannsóknir sem sanna annað en þar er sett fram!

  Sýnum mannvirðingu!

 • Að vera feitur, þá á ég við að vera of feitur er ekki eðlilegt heldur alvarlegt heilsufarsvandamál. Það á ekki að líta á það sem gott og blessað. Það stefnir í að börnin okkar deyji á undan foreldrum sínum, svo stórt er þetta vandamál og mér þykir dálítið, tek fram, dálítið eins og verið sé að gera lítið úr þessu gríðarlega vandamál á þessu bloggi. Ég er sammála að holdafarsdýrkun hefur farið út í öfgar með alvarlegum afleiðingum en offita er því miður alvarlegt áunnið ástand.

  Það er ekki hægt að líkja því við að vera samkynhneigður, svartur, útlendingur og svo að vera offeitur. Það er ástand sem því miður er oftast á ábyrgð foreldrana, enda bera foreldrar á byrgð á því hvað fólk borðar á sínum heimilum og hvort börning borði nammi eða næringasnauða máltíð fulla af kolvetnum. Borða börning með foreldrum sínum eða fyrir framan sjónvarpið. Það á að ráðast á rót vandans, ekki setja plástur á vandan með því að sætta sig við það að börn eigi bara að vera feit og það sé eðlilegt.

 • Sjálf er ég of þung og hef alltaf verið. Ég lifi mjög heilbrigðu lífi, borða hollan mat og hreyfi mig. Oft.
  Það hefur verið stimplað inn í hausinn á mér síðan ég var krakki að vera í sömu stærð og allir hinir. Af öllum, í skólanum, heima, alls staðar.
  Ég hef því verið í stöðugu ,,átaki“ síðan ég var uþb. 10 ára en aldrei gerist neitt. Aldrei á minni ævi hef ég fitnað verulega en ég hef staðið í stað alla ævi, aldrei grennist ég. Það sem fólk áttar sig nefninlega ekki alltaf á er að það er munur á að vera feitur og að fitna.

  Ég er líkamlega mjög heilbrigð, ég er ekki með sykursýki eða aðra sjúkdóma, ég er með þol langt yfir meðallagi og get lyft ýmsum þungum hlutum sem mjóu vinkonur mínar eiga ekki möguleika á að lyfta.

  Þess vegna er mitt vandamál einungis til komið vegna útlitsdýrkunar og fordóma samfélagsins.

  Mér sárnaði mikið að lesa skrifin hér fyrir ofan, að feita fólkið ætti bara að hætta að borða óhollustu og fara að hreyfa sig(það vantaði bara:,,helvítis letingjarnir…“

  Af hverju er það gefið, að ef manneskja er of feit, þá nenni hún ekki að hreyfa sig og gúffi í sig óhollum mat allan daginn?

  Þetta ber vitni um fávisku.
  Það er mjög vel hægt að bera þetta saman við að vera samkynhneigður eða af öðru þjóðerni. Þetta er ekkert annað en fordómar, mannfyrirlitning og fáviska.
  Ég sjálf er með mölbrotið sjálfstraust vegna kröfu samfélagsins um að ég sé mjó. Þegar ég er fullkomlega heilbrigð líkamlega! ég er bara aðeins öðruvísi útlítandi.
  Hvað hef ég gert til að verðskulda níðskrif um mína líka?

  Svo ekki sé minnst á þennan blessaða, úrelta BMI stuðul, en samkvæmt honum ætti ég að vera nær dauða en lífi. Samt rölti ég í Topshop og kaupi kjól nr. 16. Myndi ég vera fær um það ef ég væri að deyja úr offitu?

 • Danton-María (María Jónsdóttir)

  Maggir og Valgeir, innilega sammála.

  Það er fyrst og fremst óhollt að hlaða á sig umframkílóum og hefur ekkert með fordóma, mannfyrirlitningu og fávisku að gera. Þótt fólk finni ekki strax fyrir afleiðingum offitu, kemur að því.

  Það er stór heilsufarsvandi sem ber ekki að gera lítið úr, ekki níðskrif.

  Nafnlaus, þú getur varla verið að þjást úr offitu í kjól nr. 16?

 • Nafnlaus #2

  @Danton-María: Sú nafnlausa getur vel verið allt of þung í kjól nr. 16 ef hún er t.d. undir 160cm á hæð!

  Ég hef aldrei skilið í þessum umræðum af hverju þetta þarf að vera annað hvort eða. Er ekki hægt að hjálpa þeim sem það vilja til að létta sig OG reyna að berjast gegn fordómum gegn feitum?

  Manneskja sem fer í átak og léttist til dæmis um 50kg á tveimur árum er feit og ógeðsleg í augum annara 80% af tímanum sem hún er í átaki. Þeir sem eru að sjá hana í fyrsta skipti og dæma hana sem letingja og ónytjung sökum líkamsfitu vita ekkert um blóðið, svitann og tárin sem fallið hafa í æfingarsalnum Manneskjan sem dæmir hana fyrir að fá sér hamborgara á nammideginum, verandi svona ógeðslega feit, veit ekki um allan grjónagrautinn og spagettíið og kjötbollurnar (það sem flestir kalla venjulegan mat) sem viðkomandi hefur neitað sér um á hverju einasta degi. Af hverjur er ekki í lagi að einhver eins og sú sem skrifar á þetta blogg minni fólk á að feitir séu líka fólk sem eigi skilið að fá sömu meðferð og aðrir og að fá að elska líkama sinn eins og hann er? Manneskjan í átakinu er jú að gera það sem þið fitubolluhatararnir eruð búnar að vera að segja henni að gera – á hún ekki skilið að líða bara vel í eigin líkama?

  Fyrir utan það að líkamar eru alls konar – það sem sumir álíta feitt er eðlilegt ástand fyrir aðra. Eins og sú nafnlausa fyrir ofan bendir á er hægt að passa í stærð sem þykir „í lagi“ og vera með frábært þol, rétt hlutfall fitu og vöðva og enga lífstílstengda sjúkdóma en samt finnast maður feitur eða of þungur. Er ekkert óeðlilegt við að umhverfi okkar láti þessu fólki líða illa af því að það er ekki í nákvæmlega sömu hlutföllum og Barbí dúkkur?

  Þetta snýst ekki um að viðhalda ofáti eða hvetja til óheilbrigðs lífs – þetta snýst um að gefa fólki tækifæri til að sættast við sjálft sig. Hvað er svona slæmt við það?

 • Sæl veriði,

  ég rakst inná þetta spjall ykkar,

  verð að segja að flestir hérna hafa eitthvað til síns máls,
  fólk úr öllum áttum er að kommenta sem er gott.

  ég verð að segja að mig langar frekar að fara í bakaríið og fá mér sveittasta snúðinn frekar en að líta út eins og mongólít á hlaupabrettum sportstöðva bæjarins. bara nenni því ekki, frekar læt ég kalla mig nöfnum eins og hvalreki, hlussa, hlass, hlúnkur og hlussubollu þegar ég geng niður laugaveginn.

  er ég hlussubolla?

  já.. hlussubolla 4 life, og er stolt af því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com