Færslur fyrir flokkinn ‘Útlitskröfur’

Laugardagur 13.09 2014 - 11:27

Útlitstal

Ég var stödd á fimleikaæfingu með syni mínum þegar ég varð vitni að eftirfarandi samtali milli móður og sonar: „Mamma ég er þreyttur má ég ekki bara fara núna?“ Móðirin svarar: „Nei, viltu ekki klára æfinguna, þú verður ekki sterkur eins og fimleikaþjálfararnir nema með því að vera duglegur á æfingum. Sjáðu þjálfarana þína, sérðu […]

Föstudagur 18.10 2013 - 16:08

Saumaklúbburinn

Ég sit og spjalla við vinkonur mínar, við njótum yndislegra rétta sem ein hefur útbúið og boðið upp á í saumaklúbbnum. Umræðuefnið spannar vítt svið, frá kennslu, fjármálum, uppeldi, strákum og fleira. Eitt umræðuefni virðist þó ná athygli okkar allra og virðumst við allar hafa eitthvað til málanna að leggja, en það eru aukakílóin eða […]

Fimmtudagur 04.04 2013 - 19:37

Bikinikroppur

Hverri árstíð fylgir iðulega regluleg áminning frá fjölmiðlum um að við þurfum að passa okkur að verða ekki feit. Fyrir jólin erum við vöruð við því að fitna yfir jólin og við fáum skýr skilaboð um að hátíðarhöld gefi engum leyfi til að sleppa því að hugsa um hitaeiningar. Ekki í eina einustu mínútu er […]

Föstudagur 26.10 2012 - 20:15

Klikkuð tækifæri fyrir ungar stúlkur

Í gær var frumsýnd heimildarmyndin Girl Model í Bíó Paradís, sem segir frá óhugnarlegum heimi barnungra fyrirsæta tískuiðnaðarins. Þessi mynd veitir innsýn inn í veröld, sem marga grunar eflaust að geti verið til, en fæstir gera sér í hugarlund hversu slæm er í raun og veru. Þetta er veröld sem einkennist af vinnuþrælkun, hörku og virðingarleysi, […]

Fimmtudagur 20.09 2012 - 22:57

Bilun

Lady Gaga er mjög áhrifamikil kona og þekkt fyrir frábært samband sitt við aðdáendur sína. Þetta einstaka samband hennar við aðdáendur sína sem hún kallar litlu skrímslin gerir það að verkum að margir setja hana á háan stall og hún er fyrirmynd fjöldamargra ungra kvenna. Mér finnst Lady Gaga virka skemmtilegur karakter en ég tel hana ekki […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Fimmtudagur 02.08 2012 - 14:42

Fegurð og fjölbreytileiki

Þessi mynd er farin að rúlla um netið. Þetta er samanburður á herferð Dove snyrtivörufyrirtækisins, sem byggðist á því að sýna fegurðina í fjölbreytilegum vexti raunverulegra kvenna, og nýjustu herferð Victoria’s Secret nærfatarisans. Eins og andstæður þessara herferða væru ekki nógu augljósar þá dregur yfirskrift þeirrar síðarnefndu skýrt og greinilega fram að hér er ekki […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 17:40

Er fitspiration nýjasta thinspiration?

Þeir sem hafa farið inn á síður eins og Pinterest kannast líklega við innblástursmyndir fyrir líkamsrækt, líka þeirri hér til hægri. Þessar myndir hef ég reyndar líka séð á Facebook og hafa verið kallaðar „fitspiration“. Það er margt sem truflar mig við þessar myndir. Myndirnar einkennast flestar af því að á þeim birtast líkamar, jafnvel […]

Miðvikudagur 30.05 2012 - 15:17

Um form og forsetaframboð

Ég hef hingað til verið mjög ánægð með hvað íslenskir fjölmiðlar eru lítið að pæla í útliti frægra kvenna eftir barnsburð. Ég bý í Englandi þar sem ákveðin dagblöð og netmiðlar hreinlega ofsækja frægar konur sem nýverið hafa eignast barn. Fylgst er mjög grannt með þeirra holdarfari, ótal margar myndir teknar af þeim og holdafar […]

Laugardagur 03.03 2012 - 13:04

Er þátttaka í fitness heilsusamleg?

Hvað er fitness? Flestir hafa sennilega heyrt um „fitness“ eða hreysti eins og mætti þýða orðið á íslensku. Mikil umfjöllun hefur verið um þetta fyrirbæri í fjölmiðlum um nokkurt skeið og iðkendum fitness gjarnan stillt upp sem fyrirmyndum hvað varðar heilbrigt líferni. En snýst fitness um heilsueflingu? Margir hafa bent á að fitness hafi lítið […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com