Færslur fyrir flokkinn ‘Útlitskröfur’

Mánudagur 05.12 2011 - 21:55

Hin hamingjusama brúður?

Áhugi fólks á brúðkaupum endurspeglast vel í hinu gríðarlega áhorfi á og umfjöllun um hið breska konunglega brúðkaup þann 29. apríl síðastliðinn. Fjölmiðlar bjuggu til fréttir úr öllum minnstu smáatriðum um brúðkaupið. Fólk tók andköf þegar það sá Kötu í kjólnum, þegar Vilhjálmur leit á Kötu í fyrsta sinn og þegar þau kysstust tvisvar fyrir […]

Mánudagur 21.11 2011 - 15:52

F-orðið

Ég velti því stundum fyrir mér hvaða þýðingu orðið „feitur“ hefur í okkar daglega tali. Það er augljóst að við getum ekki notað þetta orð á jafn hlutlausan hátt og orðið „hávaxinn“ eða „dökkhærður“. En hvers vegna? Megrun getur verið mjög félagslegt fyrirbæri, sem birtist m.a. í að fólk hrósar hvert öðru í hástert ef […]

Laugardagur 19.11 2011 - 09:45

Siglt undir fölsku flaggi

Góð vinkona benti mér á konu að nafni Nancy Upton. Nancy þessi ákvað að taka þátt í keppni á vegum bandaríska tískuvörurisans American Apparel en þeir stóðu fyrir auglýsingaherferð þar sem þeir ákváðu að auka úrvalið í verslunum sínum og bjóða upp á „plus-size“ föt, það er föt fyrir konur sem nota stærri flíkur en […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 13:48

Af hverju eru átraskanir samfélagsvandi?

Í þau fáu skipti sem baráttan gegn átröskunum hefur farið hátt hér á landi hefur mátt skynja mikla reiði og baráttuanda í fólki. Allir virðast sammála því að „eitthvað verði að gera“ til þess að stemma stigu við þessum vanda og hneykslast á því að heilu kynslóðirnar eigi bara að verða þessum illvígu geðröskunum að […]

Sunnudagur 03.07 2011 - 19:07

Be the change

Gandhi sagði: Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í veröldinni. Með því átti hann við að það er þversagnarkennt að tala um að vilja sjá breytingar í umhverfi sínu en halda síðan áfram að hegða sér á þann hátt sem viðheldur ástandinu eins og það er.  Í því samhengi er gott að átta sig […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 21:33

Útlitsdýrkun drengja

Sú var tíðin að flestir karlmenn hefðu ekki látið grípa sig dauða í uppstillingu sem þessari, olíuborna og glennulega. En hér eru heimsþekktir fótboltamenn á ferð – og þeir víla það greinilega ekki fyrir sér. Útlitsdýrkun í íþróttum var umfjöllunarefni knattspyrnumannsins Óla Stefáns Flóventssonar fyrir stuttu og er engin vanþörf á því að vekja upp slíka umræðu. […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 19:16

Ekki átak heldur bylting!

Eitt algengasta nýársheit Vesturlandabúa hefur löngum verið að sverja upp á líf og dauða að losna við jólakílóin og taka á móti vorinu í nýjum og stæltari kroppi. Þessi staðreynd talar auðvitað sínu máli um árangur megrunar á slóðum þar sem líkamsþyngd hefur ekki minnkað heldur aukist til muna með tímanum. Þau sem ekki þekkja mistök […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:30

Litlu prinsessurnar okkar

Nýlega greindu fjölmiðlar frá rannsókn sem sýndi að stúlkur hafa þegar tileinkað sér ríkjandi fegurðarstaðla, um að grannur vöxtur sé eftirsóknarverður og fita ógeðsleg, við þriggja ára aldur. Á þessum sama aldri fara börn að gera sér grein fyrir kynhlutverkum sínum og þeim áherslum sem þeim fylgja. Að eitthvað sé „stelpulegt“ og annað „strákalegt“. Félagsmótun […]

Þriðjudagur 20.07 2010 - 16:36

Um lífsins kraftaverk

Það er sérstök upplifun að vera barnshafandi. Mörgum konum finnst þær sjaldan vera í eins miklum tengslum við líkama sinn og einmitt þá, enda minnir líkaminn stöðugt á sig með endalausum breytingum og örum vexti annarrar manneskju innan í sér. Fyrir flestar konur er þetta ánægjulegt ferli en fyrir alltof margar er það meira eins og myllusteinn um hálsinn: […]

Þriðjudagur 11.05 2010 - 12:29

Hugleiðingar um þyngd

Í síðustu viku fóru sjálfboðaliðar á vegum Megrunarlausa dagsins á stúfana og buðu fólki að stíga á vigt sem sýndi jákvæð lýsingarorð í staðinn fyrir kílóatölur. Hugmyndin var að rjúfa þann neikvæða vítahring þar sem fólk notar vigtina sem allsherjar dómara og leyfir henni að ráða því hvort það sé ánægt með sjálft sig og […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com