Færslur fyrir flokkinn ‘Útlitskröfur’

Miðvikudagur 20.01 2010 - 21:39

Fæðubótarefni

Í DV í dag er umfjöllun um fæðubótarefni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þessi bransi hefur vaxið ógnarhratt hér á landi og er nú orðinn svo stór og voldugur að hann hefur efni á því að heilaþvo fólk með auglýsingum, söluræðum dulbúnum sem heilsuupplýsingum og gylliboðum allan sólarhringinn. Maður vonar auðvitað að […]

Laugardagur 09.01 2010 - 14:02

Skelfilega jólaspikið

Það er ömurleg mynd utan á Fréttablaðinu í dag. Þetta er mynd af uppstækkaðri bumbu þar sem verið er að klípa í magaspikið undir fyrirsögninni: Að losa sig við jólakúluna – einkaþjálfarar gefa góð ráð. Skilaboðin eru skýr: Það er ljótt að vera með magaspik og eitthvað sem þú þarft að losna við. Sorglegt að […]

Mánudagur 21.12 2009 - 12:16

Ralph Lauren sniðgöngur

Allt frá því heimurinn stóð á öndinni yfir dramatískri myndbreytingu á fyrirsætunni Filippu Hamilton, eins og frægt er orðið, hefur maður að nafni Darryl Roberts staðið fyrir harðri ádeilu á vinnubrögð Ralph Lauren. Þessi ádeila hefur nú snúist upp í opinber mótmæli og markvissar sniðgöngur á vörum fatahönnuðarins, sem vonandi marka aðeins fyrstu skrefin í […]

Mánudagur 23.11 2009 - 12:09

Átröskunarmenning

Ég fór í bíó um daginn og tók eftir því að næstum ALLAR auglýsingar fyrir mynd og í hléi snérust um annað hvort mat, útlit eða megrun. Þarna voru Subway, Ruby Tuesday, Metro og allir helstu skyndibitastaðirnir. Síðan komu snyrti- og hárgreiðslustofurnar og svo loks öfgameðulin, fitubrennslu- og fæðubótarefni frá Fitness Sport og Detox Jónínu […]

Miðvikudagur 14.10 2009 - 22:40

Ralph Lauren í ruglinu

Nýlega varð allt vitlaust vegna myndar af sjúklega grannri stúlku í auglýsingu frá Ralph Lauren. Myndin vakti heimsathygli fyrir grófa fótósjoppun enda var mitti stúlkunnar minna en höfuðið á henni og útlimirnir litu út eins og tannstönglar. Var Ralph Lauren harðlega gagnrýndur fyrir að halda á lofti óeðlilegum útlitskröfum í tískuheiminum og stuðla þannig að […]

Miðvikudagur 07.10 2009 - 17:35

Þýskt kvennablað bannar fyrirsætur

Þýska kvennatímaritið Brigitte, sem ætti að vera Íslendingum ágætlega kunnugt, hefur ákveðið að hætta samstarfi við atvinnufyrirsætur, að sögn vegna þess að ritstjórinn er orðinn þreyttur á því að fótósjoppa útistandandi bein. Þess í stað ætlar blaðið að skarta alvöru konum, bæði frammákonum og almennum lesendum, í viðleitni til þess að skapa raunhæfari útlitsviðmið. Hér er frétt um þetta á […]

Miðvikudagur 26.08 2009 - 17:22

Áfram Lizzie Miller!

Glamour girl Sjónvarpsviðtal við Lizzie og ritstjóra Glamour sem lofar því að tímarnir séu að breytast. Spennandi…

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com