Miðvikudagur 07.10.2009 - 17:35 - 4 ummæli

Þýskt kvennablað bannar fyrirsætur

Þýska kvennatímaritið Brigitte, sem ætti að vera Íslendingum ágætlega kunnugt, hefur ákveðið að hætta samstarfi við atvinnufyrirsætur, að sögn vegna þess að ritstjórinn er orðinn þreyttur á því að fótósjoppa útistandandi bein. Þess í stað ætlar blaðið að skarta alvöru konum, bæði frammákonum og almennum lesendum, í viðleitni til þess að skapa raunhæfari útlitsviðmið.

Hér er frétt um þetta á vef Telegraph: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/germany/6263810/German-womens-magazine-Brigitte-bans-models.html

Flokkar: Fjölbreytileiki · Útlitskröfur

«
»

Ummæli (4)

 • Orginal Bankster

  Búúúúúú´… Virtual reality Rules!

 • Þjóðarógnvaldur

  Heyra hvernig þú sálfræðingurinn talar um kynsystur þínar.

  Eru sumar konur bara alvörukonur í þínum huga? Og fer það þá eftir líkamsþyngd? Og hugsanlega hvort að einhver bein séu útstæð eða ekki? Því grennri sem konan er því minni alvöru kona er hún? Er ég að skilja þig rétt?

  Eru þá konur í Afríku sem orðið hafa fyrir hungursneyð og með útstandandi bein ekki alvöru konur að þínu mati?

  Getur verið að ég finni fyrir þórðargleði hjá þér varðandi þetta málefni?

 • Dagný Daníelsdóttir

  frábært framtak! fleiri tískublod mættu taka sér tetta til fyrirmyndar, ad sýna konur, og karla, af ollum stærdum og gerdum…eins og alvoru fólk er!

 • Unnur Björk

  Takk fyrir að halda úti þessu bloggi, margt athyglisvert sem kemur hér fram.

  Vonandi taka fleiri blöð þetta upp og sýna fólk af öllum stærðum og gerðum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com