Færslur fyrir flokkinn ‘Megrun’

Þriðjudagur 10.06 2014 - 21:13

Fitubollurnar – taka tvö!

Hæ Teitur! Ég verð að segja að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með þig í dag þegar þú birtir pistilinn þinn í Fréttablaðinu. Þar varaðirðu við þróun ofþyngdar, offitu og aukakvillum hennar sem eru vísar til að “fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins”. Tilefnið var sú “skelfilega þróun” sem ráða mátti úr tölum sem birtust nýlega […]

Fimmtudagur 06.02 2014 - 08:35

Það besta í lífinu

Þessi tími ársins er aftur runninn upp. Það er fljótt að koma í ljós hvað nýja árið þýðir hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vonin um grennri, fegurri og þóknanlegri líkama hefur aftur náð völdum, allir búnir að gleyma síðasta áhlaupi og hvernig það skilaði nákvæmlega engu, nema brostnum vonum, ofátsköstum, uppgjöf, skömm og endurnýjaðri andúð á […]

Mánudagur 16.12 2013 - 22:34

Megrunarhátíð

Núna styttist í  megrunar“hátíðina“. Megrunar“hátíð“ kalla ég veisluna og fjörið á líkamsræktarstöðvum landsins í janúar og nokkra daga í febrúar. Mikill þrýstingur er á fólk að taka af sér hin svokölluðu jólaaukakíló og flykkjast margir í ræktina með það að markmiði. Flestar líkamsræktarstöðvar auglýsa „átaks“námskeið sem eiga að hjálpa fólki að styrkjast og grennast. Árangurssögur […]

Mánudagur 21.10 2013 - 14:51

Leikskólabörn á lágkolvetnakúr?

Í hvert skipti sem nýtt megrunaræði grípur um sig meðal Íslendinga hugsa ég með skelfingu til allra þeirra barna sem munu nú þurfa að alast upp við þrúgandi megrunar- og holdafarsáherslur á heimilinu. Þau munu fá að kynnast endalausu tali um kíló, fituprósentu, brennslu, hitaeiningar og hvaða matartegundir séu óhollar, fitandi, bannaðar eða beinlínis hættulegar. […]

Föstudagur 18.10 2013 - 16:08

Saumaklúbburinn

Ég sit og spjalla við vinkonur mínar, við njótum yndislegra rétta sem ein hefur útbúið og boðið upp á í saumaklúbbnum. Umræðuefnið spannar vítt svið, frá kennslu, fjármálum, uppeldi, strákum og fleira. Eitt umræðuefni virðist þó ná athygli okkar allra og virðumst við allar hafa eitthvað til málanna að leggja, en það eru aukakílóin eða […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 10:50

Michelle Obama í The Biggest Loser

Áður hefur verið fjallað um offituherferð Michelle Obama hér á síðunni auk þess sem vakin hefur verið athygli á öfgunum í þáttunum The Biggest Loser.  Nú hefur Michelle birst í þáttunum til að óska þátttakendunum til hamingju með að vera fyrirmyndir. Það verður að teljast vonbrigði að jafn áhrifamikil kona og hún skuli hvetja fólk til að […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 12:41

Af hverju megrun er ekki góð hugmynd…

Hér er ný grein úr New York Times sem á vel við í upphafi ársins. Þar er fjallað um viðbrögð líkamans við megrun og útskýrt ágætlega af hverju það er svona gríðarlega erfitt að grennast með varanlegum hætti. Það vekur þó furðu mína að höfundi greinarinnar virðist gjörsamlega fyrirmunað að koma auga á rökrétta niðurstöðu […]

Mánudagur 05.12 2011 - 21:55

Hin hamingjusama brúður?

Áhugi fólks á brúðkaupum endurspeglast vel í hinu gríðarlega áhorfi á og umfjöllun um hið breska konunglega brúðkaup þann 29. apríl síðastliðinn. Fjölmiðlar bjuggu til fréttir úr öllum minnstu smáatriðum um brúðkaupið. Fólk tók andköf þegar það sá Kötu í kjólnum, þegar Vilhjálmur leit á Kötu í fyrsta sinn og þegar þau kysstust tvisvar fyrir […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 13:48

Af hverju eru átraskanir samfélagsvandi?

Í þau fáu skipti sem baráttan gegn átröskunum hefur farið hátt hér á landi hefur mátt skynja mikla reiði og baráttuanda í fólki. Allir virðast sammála því að „eitthvað verði að gera“ til þess að stemma stigu við þessum vanda og hneykslast á því að heilu kynslóðirnar eigi bara að verða þessum illvígu geðröskunum að […]

Föstudagur 07.10 2011 - 09:56

Ruglið um hitaeiningar

Á vef matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum „kjörþyngdar“ ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Argasta bull og megrunarþráhyggjufóður að mínu mati. […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com