Miðvikudagur 04.01.2012 - 12:41 - 1 ummæli

Af hverju megrun er ekki góð hugmynd…

Hér er ný grein úr New York Times sem á vel við í upphafi ársins. Þar er fjallað um viðbrögð líkamans við megrun og útskýrt ágætlega af hverju það er svona gríðarlega erfitt að grennast með varanlegum hætti. Það vekur þó furðu mína að höfundi greinarinnar virðist gjörsamlega fyrirmunað að koma auga á rökrétta niðurstöðu af þessu öllu saman – sem er að við ættum einmitt ekki að reyna að grennast heldur að búa okkur til heilbrigt og gott líf sem við getum lifað í sátt við líkama okkar. Með öðrum orðum, tileinkað okkur heilbrigði óháð holdafari.

Flokkar: Heilsa óháð holdafari · Megrun · Þyngdarstjórnun

«
»

Ummæli (1)

 • Greinin í NYTimes heitir Fat trap.

  Og fjallar um það að þegar líkaminn gengur í gegnum mergrunarkúr, þá upplifir hann hungurástand, með tilheyrandi breytingum á styrk seddu og hungurhormóna.

  Fólk sem lýkur kúr er töluvert lengi í hormónaástandi sem líkist hungri, sem virðist útskýra af hverju margir eiga erfitt með að halda þeim ávinningi sem þeir ná með kúrnum.

  Titillinn gefur til kynna að það sé varhugavert að verða of feitur, því að þá eigi líkaminn mjög erfitt með að losa sig við fituna(og eða viktina). Niðurstöður benda einmitt til þess að fita(eða ofþyngd) sé áhættuþáttur fyrir marga sjúkdóma og því eðlilegt að rannsaka þetta fyrirbæri og reyna að forða fólki frá því að lenda í þessari aðstöðu.

  En annars er ég sammála þér að það er náttúrulegur breytileiki í holdafari, og óþarfi að fara af límingunum yfir nokkrum kílóum. Og heilbrigður lífstíll, hófstillt fæða og hreyfing er örugglega betri kostur en megrunarkúrar sem raska hormónajafnvægi líkamans.

  Hinn vinkillinn er sá að kúrarnir séu ekki nógu langir, hvers vegna að fara í 3 vikna kúr þegar þú nærð varanlegum árangri með 3 ára eða 30 ára kúr? Hvenær hættir kúrinn að vera kúr og verður lífstíll?

  Annars finnst mér kúrar vera fjarska undarleg hugmynd. Þetta er náskylt þörf okkar fyrir patent-lausnir (kaupa pillur, fara í detox, kaupa orkusteina, lífrænt spelt…).

  Með vinsemd.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com