Færslur fyrir október, 2009

Miðvikudagur 14.10 2009 - 22:40

Ralph Lauren í ruglinu

Nýlega varð allt vitlaust vegna myndar af sjúklega grannri stúlku í auglýsingu frá Ralph Lauren. Myndin vakti heimsathygli fyrir grófa fótósjoppun enda var mitti stúlkunnar minna en höfuðið á henni og útlimirnir litu út eins og tannstönglar. Var Ralph Lauren harðlega gagnrýndur fyrir að halda á lofti óeðlilegum útlitskröfum í tískuheiminum og stuðla þannig að […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 18:51

Líkamsvirðing í L.A.

Nokkrar greinar úr L.A. Times sem eru greinilega að herma eftir Newsweek. Ekkert nema gott um það að segja: Seeking fat acceptance Diets? Not for these folks Do extra pounds always equal extra risk?

Laugardagur 10.10 2009 - 09:08

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er í dag. Af því tilefni er rétt að leiða hugann að líkamsmyndinni og þýðingu hennar fyrir geðheilbrigði. Við búum í umhverfi sem gerir margt til þess að brjóta niður heilbrigða líkamsmynd. Þetta hefur að vonum slæm áhrif á geðheilsu, en rannsóknir sýna að slæm líkamsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, útlitsröskun, þunglyndi og félagskvíða. Það skiptir máli fyrir góða geðheilsu […]

Miðvikudagur 07.10 2009 - 17:35

Þýskt kvennablað bannar fyrirsætur

Þýska kvennatímaritið Brigitte, sem ætti að vera Íslendingum ágætlega kunnugt, hefur ákveðið að hætta samstarfi við atvinnufyrirsætur, að sögn vegna þess að ritstjórinn er orðinn þreyttur á því að fótósjoppa útistandandi bein. Þess í stað ætlar blaðið að skarta alvöru konum, bæði frammákonum og almennum lesendum, í viðleitni til þess að skapa raunhæfari útlitsviðmið. Hér er frétt um þetta á […]

Föstudagur 02.10 2009 - 17:06

Meiri glamúr

Framhaldsfrásögn í Glamour eftir fjaðrafokið sem Lizzie Miller olli í síðasta mánuði: http://www.glamour.com/health-fitness/2009/10/these-bodies-are-beautiful-at-every-size

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com