Miðvikudagur 14.10.2009 - 22:40 - 8 ummæli

Ralph Lauren í ruglinu

Nýlega varð allt vitlaust vegna myndar af sjúklega grannri stúlku í auglýsingu frá Ralph Lauren. Myndin vakti heimsathygli fyrir grófa fótósjoppun enda var mitti stúlkunnar minna en höfuðið á henni og útlimirnir litu út eins og tannstönglar. Var Ralph Lauren harðlega gagnrýndur fyrir að halda á lofti óeðlilegum útlitskröfum í tískuheiminum og stuðla þannig að líkamsmyndarvandamálum meðal ungra stúlkna. En þar með var ekki öll sagan sögð.

Nú hefur komið í ljós að ekki var aðeins um ótrúlega myndbreytingu að ræða, þannig að horaður líkami stúlkunnar í auglýsingunni líkist á engan hátt raunverulegum, og mun lögulegri, líkama fyrirsætunnar sjálfrar, heldur hafði blessuð stúlkan í ofanálag verið rekin frá fyrirtæki Ralph Lauren fyrir að vera of feit! Með öðrum orðum, hafnaði fyrirtækið þessari gullfallegu stúlku á þeim forsendum að hún væri of búttuð, en ákvað engu að síður að halda áfram að nota andlit hennar í auglýsingaskyni – og hannaði bara nýjan líkama sem féll betur að hugmyndum þeirra um kvenlega fegurð. Ótrúlegt.

Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að fólk tekur svona löguðu ekki lengur þegjandi og hljóðalaust heldur eru tískufyrirtæki í fyrsta sinn að finna fyrir neikvæðum viðbrögðum við svona rugli og kröfur til þeirra um ábyrga hegðun eru farnar að aukast.

Flokkar: Fitufordómar · Samfélagsbarátta · Útlitskröfur

«
»

Ummæli (8)

 • Shit hvað þetta er óhugguleg mynd, fatta ekki hvernig þessi mynd getur mögulega verið kauphvetjandi.

 • Íris Rut

  Þetta er eiginlega bara ógeðsleg mynd, skil ekki hvernig þetta getur selt föt

 • Auðvitað ættu allir að hætta að versla við þennan aðila.

  Hef aldrei og mun væntanlega aldrei skilja þessa dýrkun á því að horfa á skinn og bein hjá konum en massaða gaura?

  Fólk er veruleikafirt.

  Falleg kona er sú sem hefur eitthvað að bera, að innan og utan en sýnir ekki á sér beinin (og jafnvel leitast eftir því) og er að sama skapi hreykin af því.

  Gerum ekki börnunum okkar það að eignast svona fyrirmyndir, höldum þeim frá þessum viðbjóð.

  kv, Bjarni

 • E.t.v. væri rétt af þér að láta það fylgja sögunni að Ralph hefði beðist afsökunar á þessu og lofað bót og betrun?
  Ekki að það afsaki bjánaskapinn …

 • Ég verð að segja fyrir mitt leiti að fyrst þegar að ég sá þessa mynd þá hélt ég að þetta væri einhver svona öfug sálfræði, ýkja hlutina upp þannig að þeir verði grátleg eftirmynd af sjálfum sér.

  En þegar ég svo uppgötvaði að þetta var raunverulega auglýsing þá bara datt af mér andlitið. Ætli ég geti þá ekki bara leitað til þeirra hjá Ralp Lauren til að photoshop-a það aftur á 😉

 • held að margir þessara hönnuða telji sig yfir það hafna að hanna á mannslíkamann

 • Dagný Daníelsdóttir

  Konan á tessari mynd (eftir fótósjoppid) lítur hreinlega út eins og hún sé eitthvad vanskopud. Hefdi tetta ekki verid tísku auglýsing heldur bara venjuleg mynd (enn í tessu fótósjoppada ástandi) hefdi ég fundid til med henni fyrir ad hafa augljóslega verid med einhvers konar afmótadan líkamsvokst! Ad hugsa sér ad tad sé tad sem honnudir upphefja!

 • Ingolfur Geir

  Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina (sem þú kommentaðir ekkert á ..) liggja mistök RL enn víða: http://photoshopdisasters.blogspot.com/2009/10/ralph-lauren-hits-keep-on-coming.html

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com