Færslur fyrir október, 2011

Þriðjudagur 18.10 2011 - 10:23

Byltingin er hafin!

Kæru lesendur. Nú verður kynnt sú nýbreytni hér á síðunni að Líkamsvirðing verður hópblogg. Í hönd fara því vonandi hressilegir tímar þar sem pistlar birtast með örari hætti en verið hefur enda dugir ekkert minna þegar bylta á samfélaginu. Margar hendur vinna létt verk.

Fimmtudagur 13.10 2011 - 19:03

Látum verkin tala

Jæja krakkar. Þegar þetta er skrifað hafa 156 manns gefið til kynna að þeim líki við síðustu færslu sem birtist hér á vefnum. Látum nú á það reyna hvort 156 manneskjur eru tilbúnar til að láta verkin tala og 1) hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu – eða ritstjórnar Morgunblaðsins – og kvarta yfir útlits- og megrunaráherslum […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 13:48

Af hverju eru átraskanir samfélagsvandi?

Í þau fáu skipti sem baráttan gegn átröskunum hefur farið hátt hér á landi hefur mátt skynja mikla reiði og baráttuanda í fólki. Allir virðast sammála því að „eitthvað verði að gera“ til þess að stemma stigu við þessum vanda og hneykslast á því að heilu kynslóðirnar eigi bara að verða þessum illvígu geðröskunum að […]

Föstudagur 07.10 2011 - 09:56

Ruglið um hitaeiningar

Á vef matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum „kjörþyngdar“ ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Argasta bull og megrunarþráhyggjufóður að mínu mati. […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com