Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 08.03 2015 - 11:10

„Borðaðu hrökkbrauð og drekktu meira vatn“

Þessi pistill er eftir Evu Huld Ívarsdóttur og birtist hér með leyfi höfundar: „Borðaðu hrökkbrauð og drekktu meira vatn“ var setning sem ég fékk að heyra í mæðravernd, komin 5 mánuði á leið. Ég þurfti að vigta mig í hvert sinn sem ég mætti á heilsugæsluna. Ég byrjaði á að hengja upp úlpuna mína, fara úr skónum og […]

Miðvikudagur 04.04 2012 - 22:42

Viðtal um nýstofnuð samtök

Ég vildi bara rita hér nokkrar línur til að benda ykkur á skemmtilegt viðtal við Sigrúnu Daníelsdóttur. Í viðtalinu ræðir hún um nýstofnuð Samtök um líkamsvirðingu og var þetta tekið upp fyrir Samfélagið í nærmynd. Áhugasamir vinsamlegast smellið hér. Njótið vel.

Miðvikudagur 08.02 2012 - 12:22

Karlmenn og hinn “fullkomni líkami”

Oft finnst mér karlmenn gleymast aðeins í umræðunni um líkamsvirðingu og líkamsvöxt. Það eru ýmist teikn á lofti um að ungir karlmenn í dag séu undir meiri samfélagsþrýstingi en karlmenn af eldri kynslóðum. Samantekt á rannsóknum sýnir að á árum áður þá voru menn ánægðari með líkama sinn  en í dag er öldin önnur og […]

Miðvikudagur 01.02 2012 - 22:31

Ræktin

Ég fékk e-mail um daginn frá líkamsræktarstöðinni minni hérna úti í Kaupmannahöfn. Í því var einhvers konar fréttabréf þar sem meðal annars var varað við því að drekka of mikið af ávaxtasafa, því í honum leyndust svo ægilega margar hitaeiningar. Ég hafði svo sem heyrt þetta áður og velti fyrir mér hvers konar hlutverk þessi […]

Þriðjudagur 29.03 2011 - 20:00

Fitufordómar í víðu samhengi

Eitt heitasta málið í vikunni var án efa þáttur Audda og Sveppa þar sem ítrekað var gert grín að holdafari athafnamannsins Einars Bárðarsonar. Hann fékk endalaus skot á sig í tengslum við meinta matgræðgi og var kallaður bæði fituhlunkur og offitusjúklingur. Það er svo sannarlega ekkert einsdæmi að gert sé grín að feitri manneskju í […]

Mánudagur 14.02 2011 - 22:23

Kúgun staðalmynda

Góð kona minnti mig á Jean Kilbourne í dag, sem er löngu orðin goðsögn meðal þeirra sem berjast gegn útlitsdýrkun og kúgun staðalmynda. Læt fylgja frábæran fyrirlestur með henni, sem er 10-20 ára gamall en á (því miður) jafn mikið ef ekki meira erindi til okkar í dag. Það er sorglegt að horfa á allar […]

Laugardagur 29.01 2011 - 15:23

Er þyngdartap heilsusamlegt?

Eins og áður hefur verið rætt um er merkilegt til þess að hugsa að enn skuli vera hvatt til þyngdartaps af mikilli ákefð þrátt fyrir skort á raungögnum um langtíma árangur.  Þessi staðreynd verður ennþá furðulegri þegar litið er til þess að þrátt fyrir allt kappið höfum við í raun ekki hugmynd um hvaða heilsufarslegu áhrif […]

Föstudagur 10.12 2010 - 23:14

Útskýringar og útúrsnúningar

Það er nauðsynlegt að birta reglulega útskýringar og leiðréttingar á bloggsíðu sem þessari, þar sem misskilningar og útúrsnúningar spretta upp eins og gorkúlur. Ég er með reglulegu millibili sökuð um að hvetja til offitu, styðja óhollar lífsvenjur, réttlæta offitu sem heilbrigðan lífsstíl og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert af þessu er rétt og […]

Mánudagur 06.12 2010 - 23:58

Of feit fyrir mig

Rannsóknir sýna að konur verða mun harkalegar fyrir barðinu á fordómum vegna holdafars en karlar. Feitum konum er frekar mismunað við umsóknir í háskóla og á vinnumarkaði og þær verða oftar fyrir aðkasti úti á götu en feitir karlar. Félagsleg staða karlmanna, sem tróna efstir í valda- og virðingarstiga samfélagsins, virðist að einhverju leyti veita þeim vernd gegn fullum […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 14:18

Eflum líkamsmynd barna og unglinga

Margskonar áreiti dynja á börnum og unglingum nú til dags sem hafa slæm áhrif á líkamsmynd þeirra. Þau eru alin upp í samfélagi sem lofar grannan vöxt en lítur fitu neikvæðum augum. Hvert sem litið er eru skilaboðin “vertu grannur!” og lítið tillit tekið til þess að við erum mismunandi vaxin frá náttúrunnar hendi. Það er […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com