Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 23.03 2010 - 09:55

Flottar konur í öllum stærðum

Ef einhver skyldi hafa misst af flottri færslu pjattrófa í gær þá má lesa hana hér. Bendi sérstaklega á myndirnar sem fylgja, fengnar úr nýjasta hefti V-Magazine, þar sem kemur glögglega í ljós að fegurð og þokki geta birst  í öllum stærðum og gerðum. Mikið verður gaman að lifa þegar það verður loksins viðurkennt! Jei!

Mánudagur 31.08 2009 - 09:38

Maraþon

Maraþonhlaup hafa verið áberandi í sumar eins og venjulega. Mér finnst gaman að hlaupa og hleyp í kringum 10 km. á viku þannig að ég hef alls ekkert á móti hlaupum. En ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa blindu aðdáun á maraþonhlaupum. Af hverju heldur fólk að það sé  svona hollt […]

Sunnudagur 23.08 2009 - 20:58

Glamúr

Meira um erlendu kvennablöðin. Í september hefti Glamour tímaritsins er mynd á blaðsíðu 194 sem hefur vakið gríðarlega athygli á skömmum tíma. Það eina sem er merkilegt við þessa mynd er að hún er af venjulegri konu. Þær ímyndir sem birtast í glanstímaritunum eru greinilega komnar svo langt frá veruleikanum að myndir af venjulegu fólki eru þær […]

Sunnudagur 16.08 2009 - 13:17

Kelly Clarkson megruð

Frábært blogg um umdeilda fótósjoppun Kelly Clarkson má lesa hér fyrir neðan. Magnað að lesa svör ritstjórans, sem greinilega sér ekki tvískinnungsháttinn í eigin málflutningi: Annars vegar undirstrikar hún að Kelly Clarkson sé frábær fyrirmynd fyrir konur í öllum stærðum en hins vegar sé nauðsynlegt að grenna hana svo hægt sé að hafa hana á […]

Miðvikudagur 12.08 2009 - 16:09

Hinsegin dagar

Þegar ég heyrði klökka útlendinga um daginn lýsa hrifningu sinni yfir því að hér á landi væri Gay Pride fjölskylduhátíð, þá mundi ég eftir mynd sem ég hafði klippt út úr Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum síðan. Hún var af glæsilegum manni í ballkjól, skreyttur fjöðrum og glingri, og fólki á öllum aldri sem fylgdist brosandi […]

Föstudagur 24.07 2009 - 20:02

Meira um Beth Ditto

Ókei. Það er rétt að Beth Ditto gerir út á kynþokkann. Og ég er sammála því að það er ekkert töff að fara bara úr fötunum þegar þú vilt fá athygi eða aðdáun. Það er hallærislegt af því það er svo auðvelt. Svipað og að svindla sér leið eða múta einhverjum. Þú færð það sem […]

Þriðjudagur 21.07 2009 - 15:08

Beth Ditto er æði

Næstkomandi fimmtudag mun verslun Evans í Kringlunni hefja sölu á nýrri fatalínu sem hönnuð er af pönksöngkonunni Beth Ditto. Beth Ditto er töff stelpa sem vílar ekkert fyrir sér. Hún braust úr sárri fátækt til fræðgar og frama og er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hún er ekki aðeins fræg fyrir tónlistina sína heldur […]

Fimmtudagur 09.07 2009 - 16:14

Er ofþyngd hin nýja kjörþyngd?

Í kringum aldamótin síðustu var offita sett á oddinn í heilbrigðismálum og stríðið gegn fitu var hafið. Eitt af slagorðum þeirrar baráttu í Bandaríkjunum var að 300.000 dauðsföll mætti árlega rekja til offitu og þannig væri offita mesta heilsufarsógn þar í landi á eftir reykingum. Það sem kom þó aldrei fram var að þessi tala byggðist á […]

Fimmtudagur 25.06 2009 - 20:00

Sund er allra meina bót

Sund er hin fullkomna heilsurækt. Það er ekki aðeins alhliða hreyfing sem stykir hjarta, lungu og alla helstu vöðvahópa líkamans, heldur eflir sundiðkun líka geðheilsuna betur en nokkur önnur hreyfing. Leyfið mér að útskýra. Sund býður upp á hreyfingu úti undir beru lofti mitt í hringiðu náttúruaflanna. Það eitt eflir andann. Það er ekki til […]

Fimmtudagur 18.06 2009 - 10:00

Ung, feit og frábær

  Fjallað var um líkamsvirðingu í þættinum Good Morning America fyrr í vikunni, þar sem m.a. var rætt við þekkta bloggara úr andspyrnuhreyfingu feitra og vísindakonu hjá Rudd stofnuninni við Yale háskóla sem rannsakar fitufordóma (sjá myndband).

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com