Föstudagur 24.07.2009 - 20:02 - Rita ummæli

Meira um Beth Ditto


Ókei. Það er rétt að Beth Ditto gerir út á kynþokkann. Og ég er sammála því að það er ekkert töff að fara bara úr fötunum þegar þú vilt fá athygi eða aðdáun. Það er hallærislegt af því það er svo auðvelt. Svipað og að svindla sér leið eða múta einhverjum. Þú færð það sem þú vilt en leiðin sem þú notar krefst engra hæfileika eða dugnaðar, heldur bara þess að vera tilbúinn til að gera hvað sem er.

Það má samt ekki horfa framhjá því að með því að vera líkamlega sýnileg er Beth Ditto að gera konum víða um heim mikinn greiða. Hún er að breyta stöðnuðum hugmyndum um fegurð og kynþokka og sýna okkur að feitar stelpur geta líka verið sexí. Það eru mikilvæg félagsleg réttindi að vera ekki útilokaður frá því að geta talist aðlaðandi. Síðan er það annað mál hvort gildi kvenna eigi fyrst og fremst að liggja í því að vera augnakonfekt.

The Gossip – Heavy Cross

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com